Kjósa um verkföll í skólum utan Reykjavíkur

Verkfallsatkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á hádegi næstkomandi þriðjudag og standa …
Verkfallsatkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á hádegi næstkomandi þriðjudag og standa til hádegis laugardaginn 29. febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fé­lags­menn Efl­ing­ar sem starfa hjá einka­rekn­um skól­um og hjá sveit­ar­fé­lög­um öðrum en Reykja­vík­ur­borg greiða at­kvæði um verk­föll í næstu viku. Í til­lög­um er gert ráð fyr­ir að verk­föll verði ótíma­bund­in og hefj­ist mánu­dag­inn 9. mars.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu, en þar seg­ir að verk­föll­in myndu taka til á fimmta hundrað manns.

Rúm­lega 270 fé­lags­menn Efl­ing­ar starfa und­ir samn­ingi fé­lags­ins við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, sem rann út 31. mars 2019. Und­ir samn­ingn­um eru störf ófag­lærðra við umönn­un, gatnaviðhald og fleira, aðallega hjá Kópa­vogs og Seltjarn­ar­nes­bæ. 

Þá starfa rúm­lega 240 fé­lags­menn Efl­ing­ar hjá einka­rekn­um skól­um sem eiga aðild að Sam­tök­um sjálf­stæðra skóla. Í því til­felli er um að ræða samúðar­verk­fall með verk­falli fé­lags­manna Efl­ing­ar hjá Reykja­vík­ur­borg.

Verk­falls­at­kvæðagreiðslurn­ar eiga að hefjast á há­degi næst­kom­andi þriðju­dag og standa til há­deg­is laug­ar­dag­inn 29. fe­brú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert