Strákarnir komnir í Borgarnes

Strákarnir voru að vonum fegnir að komast á áfangastað í …
Strákarnir voru að vonum fegnir að komast á áfangastað í nótt. Instagram/Adrenaline_Iceland

Félagarnir Benja­mín Heim­is­son, Há­kon Aðal­steins­son, Ásmund­ur Ólafs­son og Aron Breki Daní­els­son komu til Borgarness á fjórða tímanum í morgun eftir um 41 klukkustundar göngu frá Mosfellsbæ.

Af Instagram-reikningi strákanna að dæma var síðasti spölurinn ansi erfiður, en talsverð snjókoma dundi á þeim í nótt.

View this post on Instagram

Þetta hafðist , Mosfellsbær-Borgarnes á 41 klst

A post shared by Adrenaline Iceland (@adrenaline_iceland) on Feb 22, 2020 at 5:10pm PST

Strákarnir er æskuvinir og allir í björgunarstarfi og gengu 102 kílómetra leið til að safna fé fyrir föður Benjamíns sem greindist með krabbamein á fjórða stigi á dögunum.

Gangan hófst klukkan átta á föstudagsmorgun og höfðu strákarnir safnað 410 þúsund krónum þegar mbl.is náði af þeim tali í gærkvöldi. Gangan reyndist strákunum erfiðari en þeir höfðu búist við og ná þeir vonandi að hvíla sig vel í dag.

Enn er hægt að leggja strákunum lið með því að leggja inn á reikningsnúmer 0545-14-002774 og kennitölu 230401-2090.

View this post on Instagram

102km ganga lokin, versta og besta tilfinningin var að ljúka henni.

A post shared by Adrenaline Iceland (@adrenaline_iceland) on Feb 22, 2020 at 7:13pm PST

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert