Grafalvarleg staða uppi

Laun sjúkraliða eru mun lægri en sambærilegra stétta.
Laun sjúkraliða eru mun lægri en sambærilegra stétta. mbl.is/Golli

Fyrirhugað verkfall sjúkraliða er grafalvarlegt mál sem kemur niður á viðkvæmu heilbrigðiskerfi sem þolir litlar breytingar, segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), í  Morgunblaðinu í dag.

Um 90% félagsmanna samþykktu síðastliðinn fimmtudag verkfall sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og Akureyrarbæ. Sandra segir stöðuna í raun „fyrirkvíðanlega“. SLFÍ og samninganefnd ríkisins (SNR) funda í dag og segist Sandra hóflega bjartsýn á að þær viðræður muni skila árangri.

Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir 9. mars en Sandra vonast til þess að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verði til þess að SNR komi til móts við sjúkraliða.

„Þessar aðgerðir sem við erum að boða eru til þess fallnar að hvetja fólk til aðgerða því það er neyðarúrræði að grípa til verkfallsaðgerða. Þetta er grafalvarlegt í sjálfu sér því þarna erum við að boða verkföll á stöðum þar sem kerfið er þegar viðkvæmt, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustan er á það viðkvæmu stigi í dag að hún má ekki við miklum breytingum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka