Enginn sérstakur viðbúnaður við heimkomu

Von er á flugvél Norwegian frá Tenerife South á sjötta …
Von er á flugvél Norwegian frá Tenerife South á sjötta tímanum og flugvél Icelandair á tíunda tímanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar vegna komu tveggja farþegaflugvéla frá Tenerife nú síðdegis í dag eða í kvöld. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir í samtali við mbl.is að það verði hugsanlega endurskoðað ef nýjar upplýsingar koma fram sem kalli á hertar aðgerðir.

Von er á flugvél Norwegian frá Tenerife South á sjötta tímanum og flugvél Icelandair á tíunda tímanum.

Eftir sem áður er fólk sem telur sig hafa komist í námunda við smitaða beðnir að hafa samband í síma 1700 og sæta heimasóttkví í 14 daga. Það þýði þó ekki að fólk geti ekki farið út fyrir hússins dyr, heldur þurfi einungis að halda ákveðinni fjarlægð við næsta mann og forðast óþarfa snertingu.

Fólk ekki lokað inni eða bannað að koma heim

„Það eru allir tilbúnir að vinna að þessu saman þannig að við erum ekkert að fara að loka fólk inni eða banna því að koma heim,“ segir Rögnvaldur.

Hann á ekki von á að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna heimkomu Íslendinga frá svæðum þar sem kórónuveiran hefur greinst nema eitthvað nýtt komi fram. Þá yrðu leiðbeiningar aðlagaðar og fólk hugsanlega beðið að vera með grímur og forðast óþarfa snertingu.

„Fólk sem er orðið veikt, það fær ekkert að ferðast með venjulegum flugvélum. Það fólk yrði að taka út sín veikindi erlendis, eða við myndum hreinlega gera ráðstafanir til að sækja það, en við erum ekki komin þangað og þetta væru ákvarðanir sem þyrfti að ræða þegar að því kæmi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert