Sakar yfirvöld um kæruleysi eftir smit á Tenerife

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Hari

Inga Sæ­land formaður Flokks fólks­ins gerði kór­ónu­veiru­smit og Íslend­inga í sótt­kví á Teneri­fe að um­tals­efni sínu í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag. Inga seg­ir að ís­lensk stjórn­völd séu að taka á út­breiðslu COVID-19 með „kæru­leysi“ og sakaði hún jafn­framt sótt­varna­lækni um „sof­anda­hátt“.

Inga sagði að í frétt­um í há­deg­inu hefði verið fjallað um að öngþveiti ríkti á flug­vell­in­um á Teneri­fe, sök­um þess að fólk væri að „reyna að kom­ast þaðan burt“, en á sama tíma segði sótt­varna­lækn­ir að ekki væri ástæða til þess að vara við ferðalög­um til Teneri­fe.

Tekið skal fram að öngþveitið, sem vissu­lega er til staðar á alþjóðaflug­velli eyj­unn­ar, er ekki vegna kór­ónu­veiru­smits­ins og þess að fólk sé að flýja eyj­una í óðag­oti.

Öngþveitið er vegna sand­storms­ins sem raskaði sam­göng­um til og frá Kana­ríeyj­um um helg­ina og var þetta öngþveiti hafið í gær eins og fjallað var um á mbl.is.

Finnst að það eigi að taka fast­ar á mál­un­um

Inga Sæ­land virðist þó ekki ánægð með að fólk geti enn flogið til og frá Teneri­fe, þar sem eitt smit hef­ur greinst. „Ég get eng­an veg­inn áttað mig á þess­um sof­anda­hætti, mér er það al­gjör­lega fyr­ir­munað,“ sagði Inga um til­mæli sótt­varna­lækn­is.

„Mér finnst þetta vera kæru­leysi stjórn­valda sem ekki ætla að taka fast­ar á mál­un­um, það eru að fara tvær flug­vél­ar í dag til Teneri­fe, við vor­um að fá tvær flug­vél­ar frá Teneri­fe í dag. Við verðum að gera bet­ur,“ seg­ir Inga Sæ­land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert