Deilt um þróunarreit við Elliðaár

Deiliskipulagið á þróunarreitnum Stekkjarbakka (Þ73) felur í sér uppbyggingu á …
Deiliskipulagið á þróunarreitnum Stekkjarbakka (Þ73) felur í sér uppbyggingu á 43 þúsund fermetra svæði í Elliðaárdal. Þar stendur m.a. til að reisa 4.500 fermetra gróðurhvelfingu. mbl.is

Und­ir­skrifta­söfn­un fyr­ir íbúa­kosn­ingu um deili­skipu­lag við Stekkj­ar­bakka við Elliðaár­dal í Reykja­vík hef­ur staðið yfir í mánuð og lýk­ur henni á morg­un, 28. fe­brú­ar.

Hið nýja deili­skipu­lag hef­ur valdið mikl­um deil­um, bæði meðal al­menn­ings og í borg­ar­stjórn. Frétt­inni fylg­ir graf sem sýn­ir þær breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið, svo fólk geti áttað sig bet­ur á mál­inu.

Þann 19. des­em­ber síðastliðinn barst Reykja­vík­ur­borg er­indi stjórn­ar Holl­vina­sam­taka Elliðaár­dals­ins um fyr­ir­hugaða und­ir­skrifta­söfn­un í Reykja­vík en í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um kem­ur fram að ætl­un­in sé að „knýja fram íbúa­kosn­ingu um deili­skipu­lagið fyr­ir Stekkj­ar­bakka, sem borg­ar­stjórn samþykkti 19. nóv­em­ber sl. og aug­lýst var í Stjórn­artíðind­um 25. nóv­em­ber sl.“

Deili­skipu­lagið á þró­un­ar­reitn­um Stekkj­ar­bakka (Þ73) fel­ur í sér upp­bygg­ingu á 43 þúsund fer­metra svæði í Elliðaár­dal. Þar stend­ur m.a. til að reisa 4.500 fer­metra gróður­hvelf­ingu. Holl­vina­sam­tök­in segja að upp­bygg­ing­in muni hafa í för með sér um­hverf­is­meng­un vegna ná­lægðar við upp­eld­is­stöðvar laxa­seiða í Elliðaár­daln­um, auk ljós­meng­un­ar. Búið sé að skera um­rædd­an reit af Elliðaár­daln­um og gerð krafa um að hann muni áfram til­heyra daln­um. Í fyrra deili­skipu­lagi frá 1994 er reit­ur­inn skil­greind­ur úti­vist­ar­svæði.

Borg­ar­ráð samþykkti 16. janú­ar sl. er­indi Holl­vina­sam­taka­anna um und­ir­skrifta­söfn­un. Sá fyr­ir­vari var gerður að und­ir­skrifta­söfn­un­in og íbúa­kosn­ing­in fjalli ekki um lög­form­legt gildi deili­skipu­lags­ins fyr­ir Stekkj­ar­bakka Þ73 þar sem slíkt stæðist ekki lög.

„Deili­skipu­lag verður ekki fellt úr gildi með íbúa­kosn­ingu. Deili­skipu­lagið hef­ur þegar öðlast lög­form­legt gildi og verður aðeins breytt með end­ur­skoðun á því í sam­ræmi við málsmeðferðarferla í skipu­lagslög­um og að viðlagðri bóta­ábyrgð Reykja­vík­ur­borg­ar. At­kvæðagreiðsla gæti hins veg­ar snú­ist um það að Reykja­vík­ur­borg myndi hefja end­ur­skoðun á deili­skipu­lagi,“ seg­ir í um­sögn skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert