Forsætisráðherra hvetur til samstöðu

„Höldum ró okkar, hlýðum leiðbeiningum og leggjum öll okkar af …
„Höldum ró okkar, hlýðum leiðbeiningum og leggjum öll okkar af mörkum til að þetta valdi sem minnstum skaða. Við munum leysa þetta verkefni saman“, segir Katrín í færslunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hvet­ur Íslend­inga til að standa sam­an vegna kór­ónu­veirunn­ar sem er nú kom­in til Íslands í færslu á Face­book sem hún birti fyrr í kvöld. 

Katrín seg­ir að stjórn­völd séu reiðubú­in að tak­ast á við veiruna ásamt heil­brigðis­yf­ir­völd­um og al­manna­vörn­um. Hún hvet­ur lands­menn til að halda ró sinni og leggja sitt af mörk­um svo veir­an nái sem minnstri út­breiðslu.

„Styrk­leiki okk­ar sem sam­fé­lags er að þegar á reyn­ir stönd­um við sam­an. Það skipt­ir máli núna þegar kór­ónu­veir­an er kom­in til Íslands. Stjórn­völd, heil­brigðis­yf­ir­völd og al­manna­varn­ir eru und­ir­bú­in og hver hlekk­ur keðjunn­ar sinn­ir sínu hlut­verki af fag­mennsku og ábyrgð. Ég legg nú sem áður áherslu á góða upp­lýs­inga­gjöf en hún hef­ur verið til fyr­ir­mynd­ar und­an­farna daga.

Höld­um ró okk­ar, hlýðum leiðbein­ing­um og leggj­um öll okk­ar af mörk­um til að þetta valdi sem minnst­um skaða. Við mun­um leysa þetta verk­efni sam­an,“ seg­ir Katrín í færsl­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert