Forsætisráðherra hvetur til samstöðu

„Höldum ró okkar, hlýðum leiðbeiningum og leggjum öll okkar af …
„Höldum ró okkar, hlýðum leiðbeiningum og leggjum öll okkar af mörkum til að þetta valdi sem minnstum skaða. Við munum leysa þetta verkefni saman“, segir Katrín í færslunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hvetur Íslendinga til að standa saman vegna kórónuveirunnar sem er nú komin til Íslands í færslu á Facebook sem hún birti fyrr í kvöld. 

Katrín segir að stjórnvöld séu reiðubúin að takast á við veiruna ásamt heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum. Hún hvetur landsmenn til að halda ró sinni og leggja sitt af mörkum svo veiran nái sem minnstri útbreiðslu.

„Styrkleiki okkar sem samfélags er að þegar á reynir stöndum við saman. Það skiptir máli núna þegar kórónuveiran er komin til Íslands. Stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir eru undirbúin og hver hlekkur keðjunnar sinnir sínu hlutverki af fagmennsku og ábyrgð. Ég legg nú sem áður áherslu á góða upplýsingagjöf en hún hefur verið til fyrirmyndar undanfarna daga.

Höldum ró okkar, hlýðum leiðbeiningum og leggjum öll okkar af mörkum til að þetta valdi sem minnstum skaða. Við munum leysa þetta verkefni saman,“ segir Katrín í færslunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert