Guðni forseti hvetur til stillingar og handþvotta

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvetur þjóðina til þess að …
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvetur þjóðina til þess að sýna stillingu og sömuleiðis til reglulegra handþvotta. mbl.is/Eggert

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hvet­ur lands­menn til þess að sýna for­sjálni, skyn­semi og yf­ir­veg­un, nú þegar kór­ónu­veiru­smit hef­ur greinst á Íslandi. „Gæt­um vel að hrein­læti, þvoum okk­ur vel og reglu­lega um hend­ur,“ skrif­ar for­set­inn á Face­book í kvöld.

For­set­inn bæt­ir við að víða hafi sá siður verið tek­inn tíma­bund­inn upp að heils­ast ekki með handa­bandi á manna­mót­um. „Það má al­veg telj­ast sjálfsagt um stund­ar­sak­ir þótt auðvitað sé ekki hundrað í hætt­unni ef fólk gleym­ir sér. En reglu­leg­ur handþvott­ur er afar mik­il­væg­ur,“ skrif­ar Guðni.

„Höld­um ró okk­ar“

For­set­inn seg­ir sömu­leiðis við hæfi að ala ekki á ótta eða tor­tryggni og fara eft­ir til­mæl­um hverr­ar stund­ar. „Ég hvet alla til að fylgj­ast með upp­lýs­ing­um sem birt­ast á heimasíðu land­lækn­is og jafn­framt í fjöl­miðlum hverju sinni. Skelf­ing leys­ir eng­an vanda. Höld­um ró okk­ar og höld­um áfram okk­ar dag­lega lífi eft­ir því sem kost­ur er,“ skrif­ar for­set­inn og læt­ur fylgja með tengil á vef embætt­is land­lækn­is, þar sem finna má nýj­ustu upp­lýs­ing­ar og ráðlegg­ing­ar  hverju sinni.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka