Frekari verkföll hjá Eflingarfólki samþykkt

Frá fundi Eflingar og borgarinnar 28. janúar. Nú hefur Eflingarfólk …
Frá fundi Eflingar og borgarinnar 28. janúar. Nú hefur Eflingarfólk sem starfar í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni samþykkt að fara í verkföll frá 9. mars og sömuleiðis félagsmenn Eflingar hjá sjálfstætt starfandi skólum, en hjá þeim er um samúðarverkfall að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 90% fé­lags­manna Efl­ing­ar sem greiddu at­kvæði um verk­föll hjá einka­rekn­um skól­um og hjá sveit­ar­fé­lög­um öðrum en Reykja­vík­ur­borg hafa samþykkt vinnu­stöðvan­ir í at­kvæðagreiðslu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu, en vinnu­stöðvan­irn­ar munu að óbreyttu hefjast 9. mars.

Kjör­sókn hjá fé­lags­mönn­um hjá sjálf­stætt starf­andi skól­um var 52%, en þar greiddu 152 af 291 fé­lags­manni á kjör­skrá at­kvæði. 137 eða 90% voru samþykk­ir verk­falls­boðun, 14 eða 9% mót­falln­ir og 1 eða 0,66% tóku ekki af­stöðu. Um er að ræða samúðar­verk­fall hjá þess­um starfs­mönn­um.

Kjör­sókn hjá fé­lags­mönn­um hjá Kópa­vogs­bæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Hvera­gerðisbæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi var 48%, en þar greiddu 131 af 274 fé­lags­manni á kjör­skrá at­kvæði. 114 eða 87% voru samþykk­ir verk­falls­boðun, 14 eða 11% mót­falln­ir og 3 eða 2% tóku ekki af­stöðu.

Af þeim sem tóku af­stöðu voru 89% fé­lags­manna hjá sveit­ar­fé­lög­um hlynnt­ir verk­falls­boðun og 91% fé­lags­manna hjá einka­reknu skól­un­um, sam­kvæmt til­kynn­ingu Efl­ing­ar.

„Þess­ar niður­stöður sýna hve mik­inn vilja fólk hef­ur til að leggja lóð sitt á vog­ar­skál­ar í bar­átt­unni fyr­ir bætt­um kjör­um. Þetta eru hóp­ar sem eru í sam­bæri­leg­um störf­um og fé­lags­menn okk­ar í verk­falli gagn­vart Reykja­vík­ur­borg. Sömu óbæri­lega illa launuðu störf­in, við óboðlegt álag og aðstæður. Sveit­ar­fé­lög­in og stofn­an­irn­ar þar sem börn­in okk­ar og aldraðir for­eldr­ar dvelja eru stærstu lág­launa­vinnustaðir lands­ins. Tími breyt­inga er kom­inn, eng­in heiðarleg mann­eskja get­ur neitað því leng­ur,” er haft eft­ir Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur for­manni Efl­ing­ar í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka