Lyfja leiðréttir rangfærslu um verðhækkun á handspritti

Færslan hefur ekki enn verið fjarlægð þrátt fyrir að fjöldi …
Færslan hefur ekki enn verið fjarlægð þrátt fyrir að fjöldi athugasemda hafi verið gerður við hana þar sem bent er á misskilninginn. Ljósmynd/Aðsend

„Málið bygg­ir á mis­skiln­ingi,“ seg­ir Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lyfju, í sam­tali við mbl.is um meinta verðhækk­un á hand­spritti sem hef­ur valdið fjaðrafoki meðal al­menn­ings í dag.

Færslu á sam­fé­lags­miðlum um meinta hækk­un Lyfju á hand­spritti hef­ur verið deilt mikið í dag og valdið mik­illi reiði, m.a. meðal les­enda mbl.is sem hafa sent inn ábend­ing­ar um málið.

Í færsl­unni er því haldið fram að verð á brúsa af hand­spritti hafi hækkað úr 685 krón­um í 1.954 krón­ur á síðastliðinni viku. Nú hef­ur komið í ljós að full­yrðing­in á ekki við rök að styðjast enda er verið að bera sam­an verð á 100 ml brúsa ann­ars veg­ar og 600 ml brúsa hins veg­ar. Þetta staðfest­ir Sig­ríður Mar­grét í sam­tali við mbl.is.

Á það er bent í at­huga­semd­um við upp­runa­legu færsl­una og einn net­verji bend­ir á það og seg­ir: „Svona verður slúðrið í sveit­inni til.“ Færsl­an er þó enn sýni­leg og enn í deil­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka