Lyfja leiðréttir rangfærslu um verðhækkun á handspritti

Færslan hefur ekki enn verið fjarlægð þrátt fyrir að fjöldi …
Færslan hefur ekki enn verið fjarlægð þrátt fyrir að fjöldi athugasemda hafi verið gerður við hana þar sem bent er á misskilninginn. Ljósmynd/Aðsend

„Málið byggir á misskilningi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, í samtali við mbl.is um meinta verðhækkun á handspritti sem hefur valdið fjaðrafoki meðal almennings í dag.

Færslu á samfélagsmiðlum um meinta hækkun Lyfju á handspritti hefur verið deilt mikið í dag og valdið mikilli reiði, m.a. meðal lesenda mbl.is sem hafa sent inn ábendingar um málið.

Í færslunni er því haldið fram að verð á brúsa af handspritti hafi hækkað úr 685 krónum í 1.954 krónur á síðastliðinni viku. Nú hefur komið í ljós að fullyrðingin á ekki við rök að styðjast enda er verið að bera saman verð á 100 ml brúsa annars vegar og 600 ml brúsa hins vegar. Þetta staðfestir Sigríður Margrét í samtali við mbl.is.

Á það er bent í athugasemdum við upprunalegu færsluna og einn netverji bendir á það og segir: „Svona verður slúðrið í sveitinni til.“ Færslan er þó enn sýnileg og enn í deilingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert