Kostar á annað hundrað milljónir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leiga ríkisins á hóteli við Rauðarárstíg undir sóttkví fyrir erlenda ferðamenn kostar ríkissjóð á annað hundrað milljónir samkvæmt áætlunum stjórnvalda.

Þetta upplýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í Víglínunni á Stöð 2 nú síðdegis.

Sagði hún að til stæði að nota hótelið fyrir sóttkví fyrir þá sem ekki eiga í önnur hús að venda hér á landi, svo sem ferðamenn að utan.

Bregðast þurfi við útbreiðslu veirunnar og leiga hótelsins sé hluti af viðbrögðum yfirvalda.

Hót­elið er í eigu hót­elkeðjunn­ar Íslands­hót­ela, sem hafði tök á því að færa gesti sína yfir á önn­ur hót­el. Samn­ing­ur­inn um leig­una er til tveggja mánaða, með mögu­leika á fram­leng­ingu.

„Þetta er hugsað sem aðstaða fyr­ir fólk, sótt­kví mögu­lega, fyr­ir er­lenda ferðamenn og Íslend­inga sem ekki geta verið í sótt­kví heima hjá sér,“ sagði María Heim­is­dótt­ir for­stjóri Sjúkra­trygg­inga við mbl.is í gær, en 78 her­bergi eru á hót­el­inu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert