Mótmæla með því að breyta ráðhúsinu í leikvöll

Boðað hefur verið til mótmælaviðburðar á morgun í ráðhúsinu þar …
Boðað hefur verið til mótmælaviðburðar á morgun í ráðhúsinu þar sem börn munu leika sér til að vekja athygli á aðgerðaleysi í tengslum við verkföll. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boðað hef­ur verið til mót­mæla­sam­komu í ráðhús­inu á morg­un þar sem aðgerðal­eysi í tengsl­um við verk­fall starfs­fólks á veg­um Efl­ing­ar í leik­skól­um verður mót­mælt. Skipu­leggj­andi mót­mæl­anna seg­ir að um gjörn­ing sé að ræða þar sem álagi af for­eldr­um sé tíma­bundið komið yfir í ráðhúsið.

„Leik­skóla­börn og for­eldr­ar eru langþreytt á aðgerðal­eysi í verk­fall­inu. Við ætl­um að hitt­ast með börn­in í ráðhús­inu og hafa gam­an og mikið stuð. Það virðist sem flest­um sé sama hvar börn­in dvelja á dag­inn. Því ekki að fara í elt­inga­leik í ráðhús­inu?“ seg­ir í lýs­ingu viðburðar­ins.

Silja Hlín Guðbjörns­dótt­ir boðaði til mót­mæl­anna á Face­book. Hún á sjálf dótt­ur á leik­skóla í Reykja­vík sem hef­ur orðið fyr­ir verk­fall­inu. Er hún því heima flesta daga. Silja seg­ir að það hafi hitt þannig á að eig­in­kona henn­ar sé at­vinnu­laus og því sé hún í betri stöðu en flest­ir, en engu að síður komi það illa við dótt­ur­ina að rífa hana út úr rútínu sem leik­skól­inn var.

Silja seg­ir að hug­mynd­in um viðburðinn hafi komið upp eft­ir sam­töl við fleiri í sömu stöðu og hún. Hún seg­ist ekki vita hvort það mæti bara tvenn­ir for­eldr­ar eða nokkr­ir tug­ir, en að hún hafi viljað gera eitt­hvað. „Í versta falli verður þetta skoðun­ar­ferð um ráðhúsið.“

Verk­föll­in hafa nú varað í nokkr­ar vik­ur og seg­ir Silja að hún og fleiri for­eldr­ar séu orðin mjög þreytt á ástand­inu. Bend­ir hún á að marg­ir for­eldr­ar séu í þeirri stöðu að þurfa að taka launa­laust leyfi eða sum­ar­frí. Hún vill ekki taka af­stöðu með öðrum hvor­um deiluaðilan­um og seg­ir að aðal­atriðið sé að vekja at­hygli á stöðunni. Hún geti ekki metið hvort það sé borg­in eða Efl­ing sem dragi lapp­irn­ar, en það sé óþolandi þegar deiluaðilar ræðist ekk­ert við.

Mót­mæl­in hefjast klukk­an 11:00 og seg­ir Silja að ætl­un­in sé að leyfa krökk­un­um að hlaupa um og leika sér og „hafa ekki jafn stutta ól á þeim og alla jafna“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert