Unglingurinn í ríkinu

Logi Bergmann Eiðsson ritar um áfengisverslun á Íslandi.
Logi Bergmann Eiðsson ritar um áfengisverslun á Íslandi. mbl.is

„Ef mig lang­ar til að panta mér flösku af Reyka-vod­ka þá er það ekk­ert mál. Ég get pantað hana frá út­lönd­um. Mjög ein­falt allt sam­an. Fyr­ir utan smá­atriðið sem felst í því að senda flösk­una til út­landa til að senda hana aft­ur til Íslands og fá hana senda heim til mín,“ ritar Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður í Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Skoðanapistlar Loga eru fastur liður á síðum Sunnudagsblaðsins og hér að neðan má lesa afganginn af grein hans í heild sinni:

Vissuð þið að það er til­boð á bjór á Dönsku kránni í dag? Íslensk­ur bjór á 750 krón­ur og brenni­víns­skot á 800 kall. Og vissuð þið að Tíu sop­ar buðu þeim sem komu í bún­ingi og sungu á ösku­dag­inn upp á bjór? Og að Er­d­in­ger mun vera vin­sæl­asti hveiti­bjór­inn á Íslandi? Og þú færð Aperoti­vo Spritz á 1.500-kall á Sport­barn­um hans Gumma Ben í kvöld?

Ég veit þetta af því ég sá þetta aug­lýst. Sem hlýt­ur nú að vera merki­legt í ljósi þess að það er klár­lega bannað að aug­lýsa áfengi á Íslandi. Bara al­gjör­lega strang­lega bannað. Fjöl­miðlar hafa þurft að borga háar sekt­ir fyr­ir að leyfa sér að nefna áfengi. En samt voru all­ar þess­ar aug­lýs­ing­ar á ís­lensku. Á litl­um og krútt­leg­um miðli sem heit­ir Face­book. Sem vel að merkja borg­ar eng­in gjöld á Íslandi.

Út af fyr­ir sig skil ég bann við áfengisaug­lýs­ing­um. Altso pæl­ing­una. Fram­kvæmd­in er bara svo rosa­lega heimsku­leg. Við sjá­um aug­lýs­ing­ar alls staðar. In­sta­gram, Youtu­be, Twitter og að sjálf­sögðu í sjón­varp­inu. En ekki í ís­lensk­um fjöl­miðlum. Það væri hræðilegt. Það verður að telj­ast lík­legt að ís­lensk­ir ung­ling­ar missi stjórn á lífi sínu eft­ir að hafa séð freyðivínsaug­lýs­ingu á blaðsíðu 17 í Mogg­an­um. En þau eru al­veg ör­ugg þegar þau sjá aug­lýs­ingu um Eg­ils Gull með smáa letr­inu um að þetta sé ekk­ert spenn­andi. Þetta er bara lét­töl.

Þetta bann finnst mér álíka gáfu­legt og að banna ís­lensk­um aðilum að stunda net­versl­un með áfengi. Ef mig lang­ar til að panta mér flösku af Reyka-vod­ka þá er það ekk­ert mál. Ég get pantað hana frá út­lönd­um. Mjög ein­falt allt sam­an. Fyr­ir utan smá­atriðið sem felst í því að senda flösk­una til út­landa til að senda hana aft­ur til Íslands og fá hana senda heim til mín.

Nú er sem sagt loks­ins komið fram frum­varp sem myndi leyfa ís­lenska net­versl­un með áfengi. Með ströng­um regl­um og fyr­ir­vör­um. Og líka að ís­lensk brugg­hús geti selt afurðir sín­ar á staðnum til gesta sem hafa mögu­lega komið að skoða fram­leiðsluna. Að sjálf­sögðu aðeins þeim sem hafa ald­ur til kaup­anna. Ein­hver gæti sagt að þetta væru eðli­leg spor í átt að frelsi og eðli­leg­um viðskipta­hátt­um.

En svo eru hinir sem segja okk­ur að auðvitað sé það hræðileg hug­mynd að hægt sé að senda áfengi. Hvað ef 16 ára ung­ling­ur tek­ur bara við send­ing­unni fyr­ir mis­tök og hverf­ur sam­stund­is á vit Bakkus­ar? Og lík­lega gæt­um við bú­ist við hóp­ferðum ung­linga á Árskógs­sand með fölsuð skil­ríki að kaupa Kalda.

Eða ekki.

Nú er orðið býsna langt síðan ég var ung­ling­ur. En ef það er eitt­hvað sem ég man frá þeim tíma þá er það að maður reddaði sér. Þá var til siðs að hanga við hornið á Rík­inu (sem nú heit­ir því virðulega nafni Vín­búðin) og fá ein­hvern til að kaupa fyr­ir sig. Ein­hvern sem hafði gengið þessa sömu leið í þrosk­an­um og fann til með illa klædd­um ung­ling­um að reyna að kaupa það sem var ódýr­ast. Sama hvernig það bragðaðist. Hvað maður hefði gefið fyr­ir að vera í hlýj­unni í Kringl­unni. Síðan hef­ur vín­búðum fjölgað mikið og úr­valið auk­ist. Samt sem áður hef­ur dregið úr ung­linga­drykkju.

Kannski er mögu­leiki, þótt hann hljómi fjar­læg­ur og furðuleg­ur, að við hætt­um að af­neita raun­veru­leik­an­um og horf­umst í augu við það að við get­um ekki lokað land­inu og stýrt öllu sem okk­ur dett­ur í hug (eða ein­hverj­um öðrum, ég hef ekki þessa þörf fyr­ir að ákveða hluti fyr­ir annað fólk). Treyst­um fólki og setj­um regl­ur sem eru skyn­sam­leg­ar, frjáls­lynd­ar og um­fram allt eðli­leg­ar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert