Fólk veit ekki hverju á að trúa

00:00
00:00

„Þrátt fyr­ir allt fá lang­flest­ir, eða 80% þeirra sem fá þessa sýk­ingu, hana vægt. Það má ekki gleyma því. En okk­ur ber að vernda þá sem geta farið illa út úr þess­ari sýk­ingu og þess vegna erum við að grípa til þess­ara rót­tæku aðgerða,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í sam­tali við mbl.is að lokn­um blaðamann­fundi í húsa­kynn­um Al­manna­varna í dag.

Þar vís­ar hann meðal ann­ars til þess að biðla til heil­brigðis­starfs­fólks að fresta áætl­un­um sín­um um að fara úr landi. Hann seg­ir eðli­legt að ótti breiði um sig á meðal fólks á slík­um tím­um. Mik­il­væg­ast er að halda ró sinni og fylgj­ast með rétt­um upp­lýs­ing­um sem eigi upp­runa sinn hjá heil­brigðis­yf­ir­völd­um. Mikið sé til af mis­vís­andi upp­lýs­ing­um sem þurfi að taka með fyr­ir­vara. „Við erum í nán­um sam­skipt­um við Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ina og Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu og þetta eru þeir aðilar sem við treyst­um lang­sam­lega best fyr­ir öll­um þess­um upp­lýs­ing­um,“ seg­ir Þórólf­ur.

Í frétt­inni hér að neðan er að finna það helsta sem kom fram á fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert