Hafa virt að vettugi tilmæli um sóttkví

Ekki hafa allir farið eftir tilmælum yfirvalda.
Ekki hafa allir farið eftir tilmælum yfirvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt­hvað hef­ur verið um það að fólk hafi montað sig af því á net­inu að hafa laum­ast heim til Íslands frá Ítal­íu í gegn­um London og mætt í vinn­una og virt þannig að vett­ugi til­mæli yf­ir­valda um að vera í sótt­kví heima hjá sér vegna kór­ónu­veirunn­ar.

„Ég skil ekki hvernig svona fólk get­ur horft fram­an í vinnu­fé­lag­ana sína, ég bara átta mig ekki á því,“ sagði Víðir Reyn­is­son, hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, í sam­tali við Reykja­vík síðdeg­is á Bylgj­unni.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja …
Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir sitja fyr­ir svör­um ásamt Ölmu D. Möller land­lækni og Guðlaugu Rakel Guðjóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra flæðisviðs Land­spít­ala. mbl.is/​Arnþór

Al­manna­varna­deild hef­ur sett sig í sam­band við fólk sem hef­ur gert þetta og hef­ur það brugðist vel við ábend­ing­um. „Menn átta sig á al­vör­unni en hafa kannski ekki gert það fyr­ir,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka