„Hver passar mig í dag?“

„Hver passar mig í dag?“ stóð á skilti sem börn og foreldrar tóku með sér í ráðhúsið í dag en þangað mætti hópur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum af kjaradeilu Eflingar og borgarinnar. Markmiðið var að þrýsta á um lausn deilunnar.

Í myndskeiðinu er rætt við þær Halldísi Evu Ágústsdóttur og Önu Acedo sem eiga báðar börn sem hafa verið heima undanfarnar tvær vikur vegna verkfallsins. „Þetta er bara búið að vera púsluspil og erfitt,“ segir Halldís en hún á tvö börn á leikskóla. „Þetta hefur mikil áhrif á þau. Þau skilja þetta ekki.“

Þær eru sammála um að það sé borgin sem þurfi að teygja sig meira í samningaviðræðunum og að kröfur Eflingarfólks séu réttmætar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert