Tilfelli kórónuveiru orðin níu talsins

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. mbl.is/Arnþór

Þrjú ný til­felli af kór­ónu­veirunni sem veld­ur COVID-19-sjúk­dómi voru staðfest á veiru­fræðideild Land­spít­ala í kvöld. Þar með hafa níu veiru­smit verið staðfest hér á landi.

Um er að ræða tvær kon­ur og einn karl. Þau eru á sex­tugs- og fimm­tugs­aldri. Af þess­um til­fell­um hafa tvö teng­ingu við Norður-Ítal­íu en þess­ir ein­stak­ling­ar komu til lands­ins frá Veróna á Ítal­íu á laug­ar­dag­inn.

Unnið er að smitrakn­ingu á þriðja til­fell­inu. Öll þrjú sýna ein­kenni COVID-19-sjúk­dóms, en eru þó ekki mikið veik, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fyrr í kvöld var greint frá þrem­ur smit­um til viðbót­ar við þau þrjú sem höfðu þegar verið staðfest. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka