20 kórónuveirusmit staðfest hérlendis

Fjögur ný kórónuveirusmit voru staðfest af sýkla- og veirufræðideild Landspítala í morgun. Smitin eru því orðin 20 talsins. Þetta staðfestir Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, við mbl.is.

Fjórmenningarnir komu með flugi til Íslands um helgina og öll tilfelli hafa því enn sem komið er smitast erlendis.

Fjórmenningarnir eru á fimmtugs- og sextugsaldri og eru ekki mikið veik að sögn Víðis. Tvö þeirra komu frá Veróna á laugardag og tvö frá Austurríki, í gegnum München. 

Víðir segir að almannavarnir séu búin undir að smitum fjölgi enn frekar. 

Á þriðja hundrað sýni hafa verið rannsökuð og er von á niðurstöðum úr fleiri sýnum síðar í dag að sögn Víðis. Um fjögur hundruð manns eru í heimasóttkví. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert