Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins, hafa vísað Braggamálinu svokallaða til héraðssaksóknara og til lögreglu.
Frá þessu greinir Vigdís Hauksdóttir á Facebook. „Við lofuðum að klára málið,“ skrifar Vigdís.
Í beiðni Vigdísar og Kolbrúnar til lögreglu og héraðssaksóknara er þess óskað að rannsakað verði hvort brotið hafi verið gegn almennum hegningarlögum við undirbúning, stjórnun og eftirlit vegna endurgerðar Braggans á Nauthólsvegi 100.