Efling krefst fundar í dag

Frá síðasta samningafundi Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara, 26. febrúar.
Frá síðasta samningafundi Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara, 26. febrúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hef­ur farið fram á við rík­is­sátta­semj­ara að hald­inn verði samn­inga­fund­ur í kjara­deilu fé­lags­ins við Reykja­vík­ur­borg, eigi síðar en í dag. 

Óskinni var komið á fram­færi sím­leiðis við Ástráð Har­alds­son aðstoðarrík­is­sátta­semj­ara í morg­un, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Efl­ingu. 

Síðasti fund­ur í deil­unni var á miðviku­dag­inn í síðustu viku, fyr­ir átta dög­um. Ótíma­bundið verk­fall nær 2.000 fé­lags­manna Efl­ing­ar hef­ur staðið frá 16. fe­brú­ar. 

Í fyrra­dag bauð Efl­ing tveggja daga verk­falls­hlé gegn staðfest­ingu borg­ar­stjóra á svo­kölluðu „Kast­ljóstil­boði“. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sagðist í kjöl­farið standa við allt sem hann sagði um til­boð Reykja­vík­ur­borg­ar til Efl­ing­ar í Kast­ljósi, en ekki sé gagn­legt þegar reynt sé að snúa út úr þeim yf­ir­lýs­ing­um eða standa í skeyta­send­ing­um í fjöl­miðlum. 

Ekk­ert varð því af verk­falls­frest­un en í gær féllst Sól­veig Anna á boð Dags um fund með tveim­ur skil­yrðum. 

Með því að krefjast fund­ar í dag vill Efl­ing reyna til þraut­ar að þokast nær sam­komu­lagi í deil­unni. „Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar mun krefjast efnda á lof­orðum borg­ar­stjóra um grunn­launa­hækk­an­ir en heild­stæð út­færsla á þeim hef­ur aldrei verið lögð fram við samn­inga­borðið. Einnig mun nefnd­in krefjast efnda á lof­orðum borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um leiðrétt­ingu á laun­um kvenna­stétta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þar er jafn­framt farið yfir þær til­lög­ur sem Efl­ing hef­ur áður lagt fram til lausn­ar og mála­miðlana í deil­unni, en þær eru svohljóðandi: 

  • Efl­ing kynnti á samn­inga­fund­um 16. og 31. janú­ar tvær ólík­ar út­gáf­ur af til­boði um launa­leiðrétt­ingu byggð á fyr­ir­mynd frá 2005 í tíð Stein­unn­ar Val­dís­ar Óskars­dótt­ur borg­ar­stjóra.
  • Efl­ing kynnti á samn­inga­fundi 18. fe­brú­ar til­boð um sam­setta leið til launa­leiðrétt­ing­ar byggð á ann­ars veg­ar jöfn­un launa­bila í töflu að til­lögu Reykja­vík­ur­borg­ar og hins veg­ar á álags- og upp­bót­ar­greiðslum.
  • Efl­ing kynnti á samn­inga­fundi 27. fe­brú­ar til­boð um sam­setta leið til launa­leiðrétt­ing­ar byggð á ann­ars veg­ar grunn­launa­hækk­un­um sem Dag­ur B. Eggerts­son lýsti í Kast­ljós­sviðtali og hins veg­ar á blandaðri leið upp­bóta vegna eldri sér­greiðslna og starfstengdu jöfn­un­ar­álagi.
  • Efl­ing bauð borg­ar­stjóra þann 3. mars að ganga til sam­komu­lags um að hann staðfesti „Kast­ljós­stil­boðið“ gegn því að verk­falli verði frestað í tvo sól­ar­hringa.

„Reykja­vík­ur­borg hef­ur hafnað öll­um of­an­greind­um til­lög­um Efl­ing­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert