„Ómissandi en samningslaus í skugga kórónuveirunnar“

Þá furða félögin sig á því hve lítinn samningsvilja ríkisvaldið …
Þá furða félögin sig á því hve lítinn samningsvilja ríkisvaldið hafi sýnt í viðræðum til þessa og krefjast þess að fá raunverulegt samtal við viðsemjendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til­mæli land­lækn­is, sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna til heil­brigðis­starfs­manna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kór­ónu­veirunn­ar um að fresta ut­an­lands­ferðum sýna glögg­lega hve mik­il­væg­ir um­rædd­ir starfs­menn eru ís­lensku sam­fé­lagi. 

Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá ell­efu aðild­ar­fé­lög­um BHM, hverra fé­lags­menn starfa marg­ir inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins og á öðrum mik­il­væg­um stofn­un­um rík­is­ins. 

„Það skýt­ur því skökku við að nú er næst­um liðið heilt ár frá því að kjara­samn­ing­ar fé­lag­anna við ríkið losnuðu og enn hafa viðræður um nýja samn­inga eng­um ár­angri skilað. Ganga verður til samn­inga við fé­lög­in án taf­ar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfs­fólk sem óhjá­kvæmi­lega fylg­ir því að vera án kjara­samn­inga í tæpt ár.“

Þá furða fé­lög­in sig á því hve lít­inn samn­ings­vilja rík­is­valdið hafi sýnt í viðræðum til þessa og krefjast þess að fá raun­veru­legt sam­tal við viðsemj­end­ur, að hlustað verði á sjón­ar­mið fé­lag­anna og komið til móts við kröf­ur þeirra.

Und­ir yf­ir­lýs­ing­una skrifa Dýra­lækna­fé­lag Íslands, Fé­lag geisla­fræðinga, Fé­lag ís­lenskra hljómlist­ar­manna, Fé­lag ís­lenskra nátt­úru­fræðinga, Fé­lag líf­einda­fræðinga, Fé­lags­ráðgjafa­fé­lag Íslands, Iðjuþjálf­a­fé­lag Íslands, Kjara­fé­leg viðskipta­fræðinga og hag­fræðinga, Ljós­mæðrafé­lag Íslands, Sál­fræðinga­fé­lag Íslands og Þroskaþjálf­a­fé­lag Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert