Blaðamannaverðlaun ársins afhent

Arn­ar Páll Hauks­son, fréttamaður í Spegl­in­um á RÚV, hlaut í dag Blaðamannaverðlaun ársins fyrir fyr­ir um­fjöll­un um kjara­mál, en verðlaunin voru veitt í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands nú fyrir skömmu. Í tilnefningu segir: „Arn­ar Páll hef­ur af djúpri þekk­ingu og ára­langri yf­ir­sýn fjallað um kjara­mál með afar vönduðum hætti í ótal frétt­um og frétta­skýr­ing­um á tím­um mik­ils umróts á vinnu­markaði. Hann hef­ur fjallað ít­ar­lega um hug­mynd­ir og til­lög­ur sem lagðar hafa verið fram í kjaraviðræðum og flyt­ur iðulega fyrstu frétt­ir af þróun mála.“

Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, Mar­grét Marteins­dótt­ir og Stein­dór Grét­ar Jóns­son, blaðamenn á Stund­inni, fengu verðlaun fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun. Í tilnefningu segir: „Í yf­ir­grips­mik­illi og vandaðri um­fjöll­un fjalla blaðamenn Stund­ar­inn­ar um fyr­ir­séðar af­leiðing­ar og birt­ing­ar­mynd­ir lofts­lags­vár hér á landi og víðar, aðgerðir stjórn­valda og viðleitni ein­stak­linga til þess að vega upp á móti skaðleg­um um­hverf­isáhrif­um sem stafað geta af dag­legu lífi fólks.“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir, Nadine Guðrún Yag­hi og Jó­hann K. Jó­hanns­son, fréttamenn á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, fengu verðlaun fyrir viðtal ársins í fréttaskýringaþættinum Kompási. Verðlaunin eru veitt fyrir viðtal og um­fjöll­un um barn sem var lokað inni á heim­ili með geðveikri móður. Í tilnefningu segir: „Vandað viðtal við 17 ára stúlku, Mar­gréti Lillý Ein­ars­dótt­ur, sem lýs­ir því hvernig sam­fé­lagið brást henni þegar hún á grunn­skóla­aldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geðræn­an vanda og fíkni­vanda að stríða. Viðtalið vakti verðskuldaða at­hygli og var fylgt eft­ir með fjölda frétta um stöðu barna í viðkvæmri stöðu, starf­semi barna­vernd­ar­nefnda og fleiri þætti og leiddi meðal ann­ars til þess að bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness baðst form­lega af­sök­un­ar á því hvernig staðið var að mál­um í til­viki Mar­grét­ar Lillýj­ar.“

Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fengu þeir Aðal­steinn Kjart­ans­son, Helgi Selj­an, Ingi Freyr Vil­hjálms­son og Stefán Drengs­son, blaða- og fréttamenn á Stundinni í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV. Verðlaunin eru veitt fyr­ir um­fjöll­un um Sam­herja­málið. Í tilnefningu segir: „Fá mál vöktu meiri at­hygli í ís­lensku sam­fé­lagi en um­fjöll­un Kveiks og Stund­ar­inn­ar í sam­vinnu við Al Jazeera og Wiki­leaks um ásak­an­ir á hend­ur Sam­herja um mútu­greiðslur í tengsl­um við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Um­fjöll­un­in byggðist á staðhæf­ing­um fyrr­verandi starfs­manns Sam­herja í Namib­íu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengi­leg al­menn­ingi á net­inu sam­hliða birt­ingu frétta af mál­inu. Um­fjöll­un­in hefur haft mik­il áhrif, bæði hér heima og er­lend­is.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert