Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur samþykkti framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Íbúar á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði, Borgarfirði eystri og Djúpavogshreppi gera upp hug sinn um hvað kjósa skal í sveitarstjórnarkosningum 18. apríl þegar þessi sveitarfélög verða sameinuð.
Eftirtaldir skipa efstu 10 sæti listans:
1. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, Fljótsdalshéraði
2. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og hreppsnefndarmaður, Borgarfirði eystri
3. Þórunn Hrund Óladóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
4. Ania Czeczko, félagsráðgjafi, Djúpavogshreppi
5. Andrés Skúlason, forstöðumaður, Djúpavogshreppi
6. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
7. Pétur Heimisson, heimilislæknir, Fljótsdalshéraði
8. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, framhaldsskólanemi, Fljótsdalshéraði
9. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, kennari, Fljótsdalshéraði
10. Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði