„Trúum því að þetta bæti tilveru félagsmanna“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Hari

Kjara­samn­ing­ar Efl­ing­ar og rík­is­ins hafa verið und­ir­ritaðir. Samn­inga­nefnd­ir höfðu fundað frá klukk­an þrjú í dag, þar til samn­ing­ar náðust á sjö­unda tím­an­um.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, seg­ist ánægð með að samið hafi verið, þótt hún hafi áttað sig á því, eft­ir að hún tók við for­mennsku í fé­lag­inu, að sér þætti alltaf erfitt að und­ir­rita samn­inga.

Samn­ing­ur­inn, sem gild­ir út mars 2023, tek­ur til 540 fé­lags­manna Efl­ing­ar, sem flest­ir vinna á Land­spít­ala við umönn­un, þrif, þvotta og í mötu­neyt­um. Sól­veig seg­ir samn­ing­inn byggj­ast á lífs­kjara­samn­ing­un­um, sem und­ir­ritaðir voru í fyrra­vor, og fel­ur því í sér taxta­hækk­an­ir og stytt­ingu vinnu­viku. Jafn­framt fylgja hon­um viðbót­araðgerðir sem eiga að bæta sér­stak­lega kjör lægst launuðu hóp­anna, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Efl­ingu.

Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, og Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari ásamt …
Helga Jóns­dótt­ir, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari, og Elísa­bet S. Ólafs­dótt­ir aðstoðarsátta­semj­ari ásamt samn­inga­nefnd­um Efl­ing­ar og rík­is­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Lægstu hóp­ar fær­ast til í launa­töflu

Um ára­mót tek­ur gildi ný launatafla á Land­spít­al­an­um og upp­töku henn­ar fylg­ir viðbótar­fjármagn frá rík­inu. „Þá kem­ur það í okk­ar hlut að raða [störf­um] inn í þessa nýju launa­töflu. Við mun­um nýta þetta fjár­magn til að tryggja að lægst launaða fólkið fái um­fram­hækk­un,“ seg­ir Sól­veig og bæt­ir við að hér sjái fé­lagið tæki­færi til að fram­kvæma þá leiðrétt­ingu sem fé­lagið hafi kallað eft­ir.

Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar sem kveðið er á um í samn­ingn­um er æði mis­jöfn eft­ir hóp­um. Dag­vinnu­hóp­ar fá stytt­ingu upp á 13 mín­út­ur á dag, en hjá hóp­um sem vinna vakta­vinnu get­ur vinnu­tími styst í allt að 32 klukku­stund­ir á viku, í sam­ræmi við sam­komu­lag vakta­vinnu­hóps BSRB, rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga.

„Fé­lags­menn okk­ar vinna lík­am­lega erfiða vinnu og svo bæt­ist ofan á að vakta­vinn­an er slít­andi. Við trú­um því að þetta bæti til­veru fé­lags­manna okk­ar og vinnu­skil­yrði,“ seg­ir Sól­veig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert