Hjúkrunarfræðingur var ekki á hættusvæði

Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum ítreka að þeir setja öryggi sjúklinga sinna …
Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum ítreka að þeir setja öryggi sjúklinga sinna ofar öllu öðru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjúkrunarráð Landspítala vill koma því á framfæri að hjúkrunarfræðingurinn sem líklega smitaði aðra starfsmenn af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum kom ekki frá skilgreindu hættusvæði þegar hann mætti aftur til vinnu eftir frí. Þar af leiðandi var „fullkomlega eðlilegt að mæta í vinnu, eins og fólk hefur alltaf gert þegar það kemur úr fríi“. Þetta kemur fram í færslu á Facebook. 

Fram kom á blaðamannafundi í dag að fimm hjúkr­un­ar­fræðing­ar á gjör­gæslu­deild Land­spítalans í Foss­vogi væru smitaðir af kór­ónu­veirunni. Þeir voru all­ir sam­an á vakt og eru nú all­ir í sótt­kví. Um er að ræða tvo hjúkr­un­ar­fræðinga sem smituðust í skíðaferð, en ann­ar þeirra kom á eina vakt og þar hafa senni­lega komið til þrjú smit. 

Við vitum að hjúkrunarfræðingar sinna störfum sínum af heilindum og setja alltaf öryggi sjúklinga ofar öllu öðru. Við stöndum saman, styðjum hvert annað í gegnum þetta og sendum kollegum okkar batakveðjur. Hlökkum til að fá ykkur aftur til vinnu. Við hin höldum ró okkar, þvoum hendur og sinnum okkar störfum samkvæmt bestu þekkingu hverju sinni,“ segir ennfremur í færslunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert