Mikilvægt að gera ekki lítið úr hlutunum

Kórónuveiran lítur svona út.
Kórónuveiran lítur svona út. AFP

Íslensk­ur sér­náms­lækn­ir seg­ir um­mæli norska pró­fess­ors­ins Ørjan Olsvik um kór­ónu­veiruna sem veld­ur önd­un­ar­færa­sjúk­dómn­um COVID-19 vafa­söm. Seg­ir hann mik­il­vægt að gera ekki lítið úr veirunni á sama tíma og skyn­semi sé gætt í upp­lýs­inga­miðlun til al­menn­ings. 

Olsvik, pró­fess­or í lækn­is­fræðilegri ör­veru­fræði við Há­skól­ann í Tromsø, gagn­rýndi Lýðheilsu­stofn­un Nor­egs fyr­ir að draga upp mun dekkri mynd af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um en efni standi til og valda Norðmönn­um þar með óþarfa ótta og skelf­ingu, eins og greint var frá á mbl.is í gær.  

Sagði Olsvik að veirufar­aldr­ar væru alla jafna ekki eins skæðir og fólk gerði ráð fyr­ir, hvort sem þar færu HIV, SARS, ebóla eða svínaflensa. Þá seg­ir hann kór­ónu­veiruna væg­ari en hefðbundna flensu. 

Jón Magnús Jó­hann­es­son, sér­náms­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir um­mæli Olsvik vafa­söm. 

„Hann ber þetta bæði sam­an við svínaflens­una og hefðbundnu flens­una. Hann seg­ir að þetta sé væg­ara en hefðbundna flens­an en það er ekk­ert sem bend­ir til að það sé rétt. Það í raun­inni bend­ir allt til þess að þessi veira sé al­var­legri og þess vegna er fólk rétti­lega svo­lítið hrætt við hana,“ seg­ir Jón í sam­tali við mbl.is. 

„Það er eng­in leið að segja að þetta sé væg­ara en flens­an. En síðan er hann að bera þetta sam­an við ástandið vegna svínaflens­unn­ar á sín­um tíma þegar það var mikið fjaðrafok og áætlan­ir um and­lát vegna henn­ar gerðar og vissu­lega reynd­ust and­lát vegna svínaflens­unn­ar ekki vera jafn mörg og fyrst var talið en að hluta til er ástæða þess að það voru mjög sterk viðbrögð ým­issa þjóða varðandi bólu­setn­ing­ar, smit­varn­ir og fleira sem auðvitað minnk­ar fjölda and­láta út af fyr­ir sig,“ seg­ir Jón. 

HIV enn skæður far­ald­ur

Seg­ir Jón að þrátt fyr­ir að fáir hafi hlut­falls­lega lát­ist af völd­um svínaflens­unn­ar sé ekki hægt að segja að mik­ill viðbúnaður yf­ir­valda hafi verið óþarf­ur. Það sé ein­mitt frek­ar mikl­um viðbúnaði að þakka að bet­ur fór en á horfðist. 

Jón seg­ir Olsvik í raun að vissu leyti gera lítið úr veirufaröldr­um sem hafa dregið millj­ón­ir manna um all­an heim til dauða. 

„Hann seg­ir að það sé varla talað um HIV í dag sem er bara ekki rétt, það er mjög mikið talað um HIV í dag. Það er enn þá einn af stærstu smit­sjúk­dóm­um sem talað er um er­lend­is. Það er að sjálf­sögðu í dag hægt að fá meðferð og það geng­ur vel en það þarf að lág­marka þann fjölda sem þarf að fá meðferð við HIV alla sína ævi. Svo í öðru lagi er nátt­úru­lega mik­ill fjöldi sem hef­ur ekki aðgengi að viðeig­andi meðferð svo það eru enn þá um 770.000 manns sem deyja á hverju ári úr al­næmistengd­um veik­ind­um svo það er al­veg klár­lega enn þá verið að tala um HIV,“ seg­ir Jón. 

„HIV-far­ald­ur­inn er viðvar­andi og enn þá í gangi núna og er skæðasti, kostnaðarsam­asti og al­var­leg­asti far­ald­ur­inn í okk­ar sam­tíma­sögu. HIV vissu­lega var jafn al­var­leg­ur far­ald­ur og gert var ráð fyr­ir og er enn þá risa­stórt vanda­mál á heimsvísu.“

Ekki ein­ung­is viðkvæm­ir hóp­ar í hættu

Þá seg­ir Jón það ekki vera rétt hjá Olsvik að ung­ir og heil­brigðir ein­stak­ling­ar geti ekki dáið úr önd­un­ar­færa­sjúk­dómn­um COVID-19. 

„Það er bara ekki rétt. Það eru hraust­ir, ung­ir ein­stak­ling­ar að deyja, það er bara miklu ólík­legra en það er samt sem áður að ger­ast. Það er sjald­gæft en það ger­ist og það má ekki gleyma þeim bara til þess að reyna að minnka hræðslu hjá fólki því þetta er samt raun­veru­leik­inn.“

Jón seg­ir að enn sé mik­il óvissa í kring­um kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. Það megi þó ekki gera lítið úr hon­um. Þá seg­ir hann ekki viðeig­andi að segja að stjórn­völd ali á ótta held­ur tel­ur hann þvert á móti upp­lýs­inga­miðlun stjórn­valda byggja á skyn­semi. Það sé ekki óeðli­legt að stjórn­völd í Nor­egi séu und­ir það búin að allt fari á versta veg. 

Jón Magnús Jóhannesson læknir ásamt dóttur sinni.
Jón Magnús Jó­hann­es­son lækn­ir ásamt dótt­ur sinni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Allt bend­ir til að þetta sé al­var­legra en flensa, að þetta sé mjög smit­andi og geti valdið dauða hjá ung­um og hraust­um ein­stak­ling­um þó að það sé sjald­gæft. Þetta eru atriði sem þarf að hafa í huga og vita af án þess að það valdi óskyn­sam­leg­um ótta. Þetta er spurn­ing um að meta töl­fræðina á skyn­sam­leg­an hátt. Það er á okk­ar ábyrgð að tak­marka þetta, bæði fyr­ir þá sem eru hraust­ir og þá sem eru viðkvæm­ari.“

„Það má ekki draga úr þessu því þá fer fólk að hafa meiri áhyggj­ur og bera minna traust til stjórn­valda og það hef­ur sýnt sig að þegar fólk ber ekki traust til stjórn­valda ganga aðgerðir til að tak­marka út­breiðslu svona veiru verr. Á svona tím­um þarf að styrkja sam­band al­menn­ings og stjórn­valda frek­ar en að veikja þann grunn enn frek­ar til þess að tryggja að sem fæst­ir veikj­ast og að sem fæst­ir deyja.“

Enn mik­il óvissa

Jón seg­ist sam­mála því að ótti sé ekki gagn­leg­ur í svona aðstæðum. 

„Ótti er auðvitað er ekki skyn­sam­leg­ur, en ég tel stjórn­völd hafa verið bara nokkuð skyn­söm í sín­um leiðbein­ing­um til borg­ara um að vera ekki að tæma versl­an­ir og fleira slíkt held­ur höfða frek­ar til skyn­semi fólks, segja þeim sem eru veik­ir að vera bara heima.“

Jón seg­ir að vel gæti verið að kór­ónu­veir­an reyn­ist ekki jafn skæð og fólk hef­ur haldið hingað til. Það sé þó með öllu óvíst á þess­um tíma­punkti og betra sé að bú­ast við hinu versta en að gera lítið úr hætt­unni.

„Það er lyk­il­atriði að á þessu stigi er enn þá mik­il óvissa um hvernig þetta mun þró­ast og hve marg­ir munu deyja. Það sem við vit­um hingað til er að dán­artíðnin alls staðar hef­ur verið hærri en vegna hefðbund­inn­ar flensu. Í öðru lagi vit­um við líka ekki hvað komi til með að breyt­ast svo við ætt­um frek­ar að gera ráð fyr­ir því að hún sé hættu­legri en ella. Kannski kem­ur í ljós að hún sé það ekki, en í þess­ari óvissu sem við erum í núna ætt­um við að gera ráð fyr­ir því. Við get­um tak­markað fjölda sýktra og af hverju ekki þá að bregðast þannig við?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert