Alvarleikinn er helsti mælikvarðinn

Í upphafi blaðamannafundar sem var haldinn í fjölmiðlagámi sem búið er að koma fyrir við stjórnstöð almannavarna í Skógarhlíð, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að vikan sem væri að hefjast væri mikilvæg við að meta hversu markvissar aðgerðir stjórnvalda hefðu verið hér á landi frá því að fyrstu smitin greindust. 

„Hversu margir eru að veikjast alvarlega, það er mælikvarðinn sem við erum að horfa á fyrst og fremst,“ segir hann. Sérstaklega sé fylgst með því hversu margir viðkvæmir einstaklingar eru að veikjast. „Það er kannski meiri og betri mælikvarði á hversu margir eru að taka þessa veiru,“ útskýrir Þórólfur en hingað til hafa þeir sem greinst hafa með veiruna einungis sýnt væg einkenni.

Fjöldi nýrra smita er að sjálfsögðu líka það sem helst er horft í en hvernig þau berast er ekki síður mikilvægt. Fjöldi smita sem verða innanlands þ.a. hversu margir hafa smitast af fólki sem hefur verið að snúa heima frá skíðasvæðum í Ölpunum er mikilvægur mælikvarði.

Þá hefur það mikið að segja hvort svokölluð þriðja stigs smit hafi orðið. Þau eiga við um þá sem hafa mögulega smitast af fólki sem fékk veiruna frá einhverjum sem hafði dvalist í erlendis. Þessi atriði gefa mynd af því hversu mikil dreifingin sé í samfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert