Innspýting í hagkerfið og lengri greiðslufrestur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna efnahagslegra …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíma­bund­in niður­fell­ing gjalda á ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki og svig­rúm fyr­ir­tækja sem lenda í tíma­bundn­um rekstr­arörðug­leik­um til að standa skil á op­in­ber­um gjöld­um eru meðal þess sem rík­is­stjórn­in ætl­ar að grípa til sem viðbragðs til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um af út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Voru þær kynnt­ar á fundi í ráðherra­bú­staðnum nú fyr­ir há­degi.

Meðal ann­ars er horft til þess að veita fyr­ir­tækj­um sem lenda í tíma­bundn­um rekstr­ar­erfiðleik­um vegna tekju­falls lengri frest til að standa skil á skött­um og op­in­ber­um gjöld­um. Þá er einnig til skoðunar að fella niður tekju­öfl­un sem er íþyngj­andi fyr­ir fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu, t.d. gistinátta­skatt sem verður af­num­inn tíma­bundið.

Þá verður markaðsátaki hleypt af stokk­un­um þegar aft­ur fer að birta til eft­ir far­ald­ur­inn og aðstæður til að kynna Ísland sem áfangastað batna. Sagði Bjarni á fund­in­um að veru­legt fjár­magn yrði sett í þenn­an lið. Þá verður einnig sett af stað átak til að hvetja Íslend­inga til að ferðast inn­an­lands.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði á fund­in­um að einnig væri opið fyr­ir það að grípa til ráðstaf­ana sem örva gætu einka­neyslu, til dæm­is með skatta- og stuðnings­kerf­um. Sagði hann að enn ætti þó eft­ir að út­færa það bet­ur.

Bjarni kynnti einnig að auk­inn kraft­ur yrði sett­ur í fram­kvæmd­ir á veg­um op­in­berra aðila á yf­ir­stand­andi ári og þeim næstu. Sagði hann nú góðan tíma til að örva fram­kvæmda­stig og að lagt yrði til að farið væri í fram­kvæmd­ir á þessu ári sem hafi verið á þriggja ára fram­kvæmda­áætl­un en ekki hafi verið gert ráð fyr­ir að farið yrði í á þessu ári.

Aukið sam­starf við fjár­mála­geir­ann er einnig ein af aðgerðunum, en Bjarni sagði að sam­hliða því að ríkið gerði fjár­mála­fyr­ir­tækj­um bet­ur kleift að sinna sínu starfi væri krafa um að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in myndu skipu­leggja sig þannig að líf­væn­leg­um fyr­ir­tækj­um sem skorti lausa­fé væri fleytt áfram og þeim veitt súr­efni til að fara í gegn­um erfiða tíma.

Þá er horft til þess að flytja inni­stæður ÍL-sjóðs í Seðlabank­an­um á inn­láns­reikn­inga í bönk­um til að styðja við svig­rúm banka og lán­ar­drottna til að veita lán. Sagði Bjarni að þetta væru um 30 millj­arðar.

Fram kem­ur á vef stjórn­ar­ráðsins að far­ald­ur­inn muni hafa bein áhrif á at­vinnu­lífið og stöðu rík­is­sjóðs. Þrátt fyr­ir að geta þjóðarbús­ins til að tak­ast á við vand­ann sé ljóst að hag­kerfið sé ber­skjaldað fyr­ir ytri áhrif­um af þeim toga sem hér ræðir. Til að verja ís­lenskt efna­hags­líf mun rík­is­stjórn­in beita sér fyr­ir eft­ir­far­andi aðgerðum:

  1. Fyr­ir­tækj­um sem lenda í tíma­bundn­um rekstr­arörðug­leik­um vegna tekju­falls verði veitt svig­rúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á skött­um og op­in­ber­um gjöld­um.
  2. Skoðað verði að fella tíma­bundið niður tekju­öfl­un sem er íþyngj­andi fyr­ir fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu, t.d. gistinátta­skatt sem verður af­num­inn tíma­bundið.
  3. Markaðsátaki verður hleypt af stokk­un­um er­lend­is þegar aðstæður skap­ast til þess að kynna Ísland sem áfangastað, auk átaks til að hvetja til ferðalaga Íslend­inga inn­an­lands.
  4. Gripið verði til ráðstaf­ana sem örvað geta einka­neyslu og eft­ir­spurn, t.d. með skatta- eða stuðnings­kerf­um.
  5. Auk­inn kraft­ur verði sett­ur í fram­kvæmd­ir á veg­um op­in­berra aðila á yf­ir­stand­andi ári og þeim næstu.
  6. Efnt verði til virks sam­ráðs milli stjórn­valda og sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja um viðbrögð þeirra við fyr­ir­sjá­an­leg­um lausa­fjár- og greiðslu­örðug­leik­um fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu.
  7. Inn­stæður ÍL-sjóðs í Seðlabank­an­um verði flutt­ar á inn­láns­reikn­inga í bönk­um til að styðja við svig­rúm banka og lán­ar­drottna til að veita viðskipta­mönn­um sín­um lána­fyr­ir­greiðslu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert