Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir vegna kórónuveiru

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag. mbl.is/​Hari

Ríkisstjórnin hefur boðað til fréttamannafundar í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag klukkan 11.30, en þar verða kynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta efnahagslegum áhrifum af kórónuveirunni.

Samkvæmt tilkynningunni munu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynna aðgerðirnar.

Ljóst er að áhrif af útbreiðslu veirunnar eru umtalsverð á efnahagslífið, en í gærvar eldrauður dagur í kauphöllum bæði hér heima og erlendis. Olíuverð lækkaði þá um 25% eftir að verðstríð Rússa og Sádi-Arabíu hófst og hlutabréf í Kauphöllinni hér á landi fóru niður um 3,5% og vísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum lækkuðu um 7-8%. Er það mesta lækkun á mörkuðum frá árinu 2008.

Markaðir í Evrópu hafa hækkað aðeins í morgun, en það vinnur þó ekki upp lækkunina í gær.

Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa þegar gripið til aðgerða vegna veirunnar er Icelandair, en þar hefur ferðum verið fækkað í mars og í apríl. Þá er ljóst að áhrifin á ferðaþjónustu hér á landi og á heimsvísu verða mikil auk þess sem samkomum hefur víða verið frestað með tilheyrandi áhrifum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka