Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir vegna kórónuveiru

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag. mbl.is/​Hari

Rík­is­stjórn­in hef­ur boðað til frétta­manna­fund­ar í ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu í dag klukk­an 11.30, en þar verða kynnt­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um af kór­ónu­veirunni.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni munu for­sæt­is­ráðherra, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra kynna aðgerðirn­ar.

Ljóst er að áhrif af út­breiðslu veirunn­ar eru um­tals­verð á efna­hags­lífið, en í gær­v­ar eld­rauður dag­ur í kaup­höll­um bæði hér heima og er­lend­is. Olíu­verð lækkaði þá um 25% eft­ir að verðstríð Rússa og Sádi-Ar­ab­íu hófst og hluta­bréf í Kaup­höll­inni hér á landi fóru niður um 3,5% og vísi­töl­ur í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um lækkuðu um 7-8%. Er það mesta lækk­un á mörkuðum frá ár­inu 2008.

Markaðir í Evr­ópu hafa hækkað aðeins í morg­un, en það vinn­ur þó ekki upp lækk­un­ina í gær.

Meðal þeirra fyr­ir­tækja sem hafa þegar gripið til aðgerða vegna veirunn­ar er Icelanda­ir, en þar hef­ur ferðum verið fækkað í mars og í apríl. Þá er ljóst að áhrif­in á ferðaþjón­ustu hér á landi og á heimsvísu verða mik­il auk þess sem sam­kom­um hef­ur víða verið frestað með til­heyr­andi áhrif­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert