Danir skilgreina nánast allan heiminn sem „gult svæði“

Ísland er svo sannarlega ekki eitt um að vera skilgreint …
Ísland er svo sannarlega ekki eitt um að vera skilgreint sem gult áhættusvæði. Skjáskot af vef danska utanríkisráðuneytisins

Ísland er ekki eitt um að vera skilgreint sem „gult áhættusvæði“ af danska utanríkisráðuneytinu heldur beinlínis allur heimurinn, að undanskildum löndum sem eru skilgreind sem appelsínugul eða rauð áhættusvæði.

Fregnir bárust af því í gær að Dönum hefði verið ráðlagt af danska utanríkisráðuneytinu að fara sérstaklega varlega ef leið þeirra lægi til Íslands. Væri það vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hérlendis. Í smáskilaboðum sem Danir fengu frá utanríkisráðuneyti sínu sagði að skilaboðin væru liður í aðgerð til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar.

Þá hafði danska utanríkisráðuneytið einnig skilgreint Ísland sem gult áhættusvæði. Danir skilgreina þrjú stig áhættusvæða: gul, appelsínugul og rauð áhættusvæði.

Flest lönd í heiminum skilgreind sem gul svæði

Gult svæði þýðir í raun að fólk sé beðið um að fara varlega á þessum svæðum, þvo sér um hendurnar og fara eftir almennum öryggisreglum. Þá er einnig verið að vara við því að það sé ekki vitað til hvaða ráðstafana stjórnvöld á hverjum stað geti gripið til og ferðalöngum því ráðlagt að halda sér upplýstum um nýjustu vendingar.

Íran, hluti Ítalíu og Austurríkis rautt áhættusvæði

Nú hefur danska utanríkisráðuneytið hins vegar uppfært ferðaleiðbeiningar sínar og er allur heimurinn skilgreindur sem „áhættusvæði“. Langflest lönd eru gul en sum eru appelsínugul og önnur einstaka lönd og svæði rauð áhættusvæði.

Mælt er gegn ónauðsynlegum ferðalögum til ríkja sem eru skilgreind sem appelsínugul áhættusvæði og þau eru samkvæmt danska utanríkisráðuneytinu Kína (en þó ekki Hong Kong, Macau eða Taívan), Ítalía (nema þau svæði sem teljast rauð áhættusvæði), og Austurríki fyrir utan skíðasvæðið Ischgl.

Mælt er alfarið gegn ferðalögum til rauðra áhættusvæða. Þau eru Íran, Hubei-hérað í Kína, borgin Daegu og Gyeongbuk-hérað í Suður-Kóreu, Ischgl-skíðasvæðið í Austurríki og héruðin og svæðin á Ítalíu, Piedmont, Langbarðaland, Emilia-Romagna, Aosta-dalurinn, Veneto og Marche.

Kort danska utanríkisráðuneytisins

Ferðaleiðbeiningar danska utanríkisráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert