117 smit staðfest hér á landi

Átta ný smit voru greind seinni partinn.
Átta ný smit voru greind seinni partinn. Eggert Jóhannesson

Átta ný smit kór­ónu­veirunn­ar hafa greinst hér á landi seinni partinn. Ekki er vitað hversu mörg framangreindra smita kunna að vera innanlandssmit, en alls voru 119 sýni greind. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is. 

Alls eru smitin hérlendis nú orðin 117 talsins. Líkt og fram kom á mbl.is fyrr í dag eru 900 manns í sóttkví en ráðgera má að sú tala muni hækka frekar á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert