900 manna herlið væntanlegt

Tvær þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion sáu um …
Tvær þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion sáu um að flytja landgönguliða til og frá landinu á heræfingu sem haldin var 2018. mbl.is/Árni Sæberg

Búist er við um 900 manna herliði hingað til lands í tengslum við varnaræfinguna Norðurvíkingur sem áætlað er að halda dagana 20.-26. apríl næstkomandi.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu munu auk Bandaríkjanna og Íslands hersveitir frá Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Kanada, Noregi og Þýskalandi taka þátt í æfingunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Mun veiran stoppa hópinn?

Kórónuveiran hefur þegar sett strik sitt í minnst tvær umfangsmiklar heræfingar; í Suður-Kóreu og nú seinast í Noregi þar sem halda átti um 15 þúsund manna heræfingu á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Utanríkisráðuneytið segir að vel sé nú fylgst með útbreiðslu veirunnar og mögulegum áhrifum hennar á framkvæmd Norðurvíkings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert