Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 16. mars næstkomandi. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 16. mars næstkomandi. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins

Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Sigríði hæfasta umsækjenda.

Auk Sigríðar sóttu Arn­ar Ágústs­son ör­ygg­is­vörður, Grím­ur Gríms­son, tengsla­full­trúi Íslands hjá Europol, Halla Bergþóra Björns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra, Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir, lög­fræðing­ur, Logi Kjart­ans­son, lög­fræðing­ur og Páll Win­kel, fang­els­is­mála­stjóri, um stöðuna. Nefndin mat fjóra hæfa til að gegna embættinu; Sigríði Björk, Höllu Bergþóru, Loga Kjartansson og Pál. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greint var frá því í byrj­un des­em­ber að Har­ald­ur Johann­essen myndi hætta störf­um um ára­mót. Dóms­málaráðherra sagði starfs­lok hans vera í góðri sátt, en bæði hún og hann hefðu kom­ist að þeirri niður­stöðu að kom­inn væri tími til þess fá nýj­an mann í embættið. 

Kjartan Þorkelsson hefur gegnt starfi ríkislögreglustjóra frá áramótum. Til stóð að nýr ríkislögreglustjóri tæki við 1. mars en tafir urðu á ráðningunni. 

Sigríður hefur frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008, sýslumaður á Ísafirði 2002-2006 og skattstjóri Vestfjarða frá 1996 til 2002.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert