Skoða tímabundna niðurfellingu tryggingagjalds

Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson á leið í Stjórnarráðið …
Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson á leið í Stjórnarráðið fyrr í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Til skoðunar er að fella trygg­inga­gjald og gistinátta­skatt niður tíma­bundið til þess að styðja við ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki og mannafls­frek fyr­ir­tæki, að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra. Niður­fell­ing trygg­inga­gjalds hef­ur þó sína ókosti, að sögn Bjarna.

Sömu­leiðis eru uppi á borðinu hug­mynd­ir um frest­un á staðgreiðslu­skatti launa og úrræði sem varða at­vinnu­rek­end­ur með marga starfs­menn sem þurfa að draga úr mannafla. 

Bjarni seg­ir að eng­in beiðni um aðstoð hafi borist frá Icelanda­ir vegna ferðabanns Banda­ríkj­anna sem nær til Íslands og hef­ur því áhrif á fyr­ir­tækið. 

„Við erum að tala um fyr­ir­tæki sem er skráð á markað og þarf sjálft að gera grein fyr­ir sín­um áform­um. Það eina sem ég get sagt er að við höf­um enga slíka beiðni fengið en ég er hins veg­ar al­veg ófeim­inn við að segja það að við lít­um á það sem okk­ar frum­skyldu að tryggja greiðar sam­göng­ur til og frá land­inu og vissu­lega er þetta fyr­ir­tæki sem skipt­ir hvað mestu máli í því sam­hengi.“

Ekki aug­ljós þörf fyr­ir auk­inn kaup­mátt

Rík­is­stjórn­in kynnti fyr­ir­hugaðar aðgerðir sín­ar vegna kór­ónu­veirunn­ar í vik­unni. Þá greindi Bjarni frá því að mögu­lega yrði gripið til ráðstaf­ana sem örvað gætu einka­neyslu. Spurður hvernig slíkt yrði út­fært seg­ir Bjarni:

„Þar er hægt að sjá margt fyr­ir sér, í fyrsta lagi er áhyggju­efni að það fell­ur niður eft­ir­spurn þegar það eru ekki á ferðinni mörg hundruð þúsund ferðamenn sem við áður gerðum ráð fyr­ir. Á sama tíma standa heim­il­in nokkuð sterkt. Kaup­mátt­ur á Íslandi er með því mesta sem þekk­ist svo það er í sjálfu sér ekki aug­ljós þörf fyr­ir að auka kaup­mátt heim­il­anna. Það geta þó auðvitað verið dæmi um sjálf­stætt starf­andi aðila, svo dæmi sé tekið, sem tapa tekj­um sem gætu notið góðs af úrræðum eins og út­tekt með skatt­greiðslum af sér­eign­ar­sparnaði. Aðrar lækk­an­ir á skött­um gætu tíma­bundið komið til greina ef við mæt­um það sem svo að þær myndu skipta máli fyr­ir einka­neysl­una.“

Á meðal aðgerða sem rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt er niður­fell­ing á tekju­öfl­un sem er íþyngj­andi fyr­ir fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu. Spurður hvað það þýði seg­ir Bjarni:

„Við töl­um al­mennt um niður­fell­ingu á skött­um og gjöld­um sem eru íþyngj­andi fyr­ir ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki en við vit­um um leið að það verða mun fleiri en þau sem falla und­ir skil­grein­ing­una ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sem verða fyr­ir áhrif­um þannig að við erum bara að leggja mat á það í sam­tali við at­vinnu­lífið, hvað það er sem kann að koma til greina. Gistinátta­skatt­ur­inn er aug­ljós­lega sá skatt­ur sem snert­ir fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu sér­stak­lega. Við erum í miðri vinnu við að skoða út­færsl­ur á öðru. Trygg­inga­gjaldið er þar und­ir, það væri mjög breið aðgerð og ég hef ákveðnar efa­semd­ir um það hversu hnit­miðuð aðgerð það væri.“

Þannig að þið eruð líka að skoða niður­fell­ingu trygg­inga­gjalds?

„Tíma­bundið. Það gæti komið til álita en það er ekki tíma­bært að tala sig um það, við vilj­um líka eiga sam­tal við grein­ina.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert