Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, mældist rétt norðan við Herðubreið, norðan Vatnajökuls, skömmu fyrir klukkan sex í morgun.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil skjálftavirkni hafi verið þar síðasta sólarhringinn og hafa yfir hundrað skjálftar mælst.
Fyrir um viku var einnig nokkur smáskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum en síðast urðu skjálftar stærri en þrír á svipuðu svæði í nóvember 2019.