Lóan er komin til landsins. Frá þessu greinir Fuglaathugunarstöð Suðausturlands í færslu á Facebook. Athugunarmaður stöðvarinnar heyrði í heiðlóu utan við Ósland á Höfn en tókst þá ekki að berja hana augum.
Það tókst hins vegar í dag er hann sá bæði og heyrði í lóu á Flóanum við Höfn. Lóan er fyrr á ferðinni í ár en í fyrra þegar ekki sást til lóu hérlendis fyrr en í lok mars.