Þarf að fleyta fólki og fyrirtækjum yfir skaflinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir aðgerðir Seðlabanka Íslands um vaxta­lækk­un og sköp­un svig­rúms til nýrra út­lána sem nema að öðru óbreyttu allt að 350 millj­örðum króna vera mjög mik­il­væg­ar og í takt við það sem rík­is­stjórn­in hef­ur talað um að þurfi að gera.

Þar á hún við að færa þyrfti sveiflu­jöfn­un­ar­auka niður þannig að fjár­mála­fyr­ir­tækj­um verði gefið það svig­rúm sem þau þurfa til að veita at­vinnu­líf­inu fyr­ir­greiðslu vegna kór­ónu­veirunn­ar.

„Þetta er mjög skyn­sam­leg aðgerð í svona aðstæðum þar sem við erum að sjá fram á tíma­bundn­ar þreng­ing­ar sem verða samt mjög skarp­ar. Það skipt­ir máli að við get­um fleytt bæði fólki og fyr­ir­tækj­um yfir þenn­an skafl sem við erum stödd í og það er tölu­vert eft­ir af hon­um,“ seg­ir Katrín og nefn­ir einnig mik­il­vægi vaxta­lækk­un­ar­inn­ar um 0,5%. Það þýðir að meg­in­vext­ir bank­ans verða 1,75%. „Stýri­vext­ir eru orðnir mjög lág­ir og búið að lækka þá á einu ári frá lífs­kjara­samn­ing­um um tæp þrjú pró­sent sem er mik­il vaxta­lækk­un og í sögu­legu sam­hengi allt aðrar aðstæður en við höf­um séð, til að mynda í síðustu kreppu.“

Spurð hvort aðgerðir Seðlabank­ans séu næg­ar seg­ir hún að stjórn­völd séu að und­ir­búa frek­ari aðgerðir. Hún seg­ir niður­sveifl­una skarpa og að aðstæður breyt­ist dag frá degi þar sem lönd loka landa­mær­um og setja á tak­mark­an­ir inn­an sinna landa­mæra. Það hafi áhrif, til dæm­is á þá sem flytja út fisk, þegar veit­inga­hús­um í Evr­ópu er lokað einu af öðru.

„Við mun­um sjá þess­ara áhrifa gæta, ekki bara á ferðaþjón­ust­una, þó að það sé áþreif­an­leg­asti skell­ur­inn, held­ur mun þetta hafa áhrif á allt at­vinnu­líf. Ég tel að þess­ar aðgerðir skipti miklu máli. Þær gefa bönk­um svig­rúm til að auka út­lán um 350 millj­arða sem mun­ar um inn í þetta ástand.“

Katrín bæt­ir við að al­menn­ing­ur hafi áhyggj­ur af sín­um lán­um þegar þreng­ing­ar sem þess­ar blasa við og því skipt­ir vaxta­lækk­un­in miklu máli líka.

Spurð nán­ar út í næstu aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir hún að þegar fyrstu aðgerðirn­ar voru boðaðar fyr­ir viku hafi hún verið meðvituð um að aðstæðurn­ar kölluðu á reglu­legt sam­tal við þjóðina um aðgerðir. „Það er auðvitað orðin klisja að tala um for­dæma­laus­ar aðstæður en þær eru það svo sann­ar­lega.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert