Maðurinn sem var handtekinn sá sami og stal steypubíl

Þrítugur karlmaður sem handtekinn var fyrir utan skemmtistaðinn Pablo Discobar í nótt í tengslum við eldsvoða sem kom þar upp er sá sami og stal steypubíl í síðustu viku og olli stórhættu þar sem hann keyrði á ofsahraða á móti umferð á Sæbraut. RÚV greinir frá, en þetta hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var handtekinn á vettvangi eftir að hann hafði stöðvað bílinn en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann var svo aftur handtekinn á vettvangi eldsvoðans í nótt, að því er RÚV greinir frá.

Rjúfa þurfti þak húss­ins að hluta en að sögn varðstjóra í slökkviliðinu var eld­ur­inn bund­inn við þriðju hæð húss­ins þar sem Pablo Discob­ar er til húsa. Tölu­verðar skemmd­ir urðu á hús­næðinu vegna elds, sóts og vatns á öll­um hæðum húss­ins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert