473 smitaðir af kórónuveirunni

Víðir Reynisson yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi vegna …
Víðir Reynisson yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls eru 473 smitaðir af kór­ónu­veirunni á Íslandi sam­kvæmt nýj­um töl­um á vefn­um covid.is. Þetta er fjölg­un um 64 frá því fyr­ir sól­ar­hring og hef­ur því smituðum fjölgað um 223 síðustu þrjá daga. 

Alls eru 5.448 í sótt­kví en 753 hafa lokið sótt­kví. Tek­in hafa verið 9.768 sýni og sex eru á sjúkra­húsi. Upp­lýs­ing­ar um fjölda smitaðra eru birt­ar á vefn­um covid.is klukk­an 11 á hverj­um degi.

Þar kem­ur fram að alls eru 404 smitaðir á höfuðborg­ar­svæðinu og 3.751 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 34 smitaðir og 591 í sótt­kví. Á Norður­landi vestra eru fjórir smitaðir og 289 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra eru tvö smit og 210 í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 23 smitaðir og 245 í sótt­kví. Á Aust­ur­landi er eng­inn smitaður en 23 í sótt­kví. Á Vest­fjörðum er einn smitaður og 129 í sótt­kví. Eng­inn er smitaður á Vest­ur­landi en þar eru 167 í sótt­kví. Óstaðsett­ir eru fimm smitaðir og 39 í sótt­kví og fjór­ir út­lend­ing­ar eru í sótt­kví.

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðar til upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir blaðamenn klukk­an 14:00 í dag.

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn, Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Alma D. Möller land­lækn­ir munu fara yfir stöðu mála með til­liti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórn­valda o.fl.

Á fundinum verður sérstaklega beint sjónum að Landspítala og mun Páll Matthíasson fara yfir aðgerðir á spítalanum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert