Fyrirtæki munu fá greiðsluskjól

Í norsku leiðinni má telja tap þessa árs fram á …
Í norsku leiðinni má telja tap þessa árs fram á móti hagnaði fyrri ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna kynna í dag aðgerðir til að örva hag­kerfið eft­ir tekju­fall vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Meðal þeirra er að fresta skatt­greiðslum fyr­ir­tækja. Þá verður fjár­fest­ing hins op­in­bera auk­in frá því sem boðað var.

Heim­ild­armaður blaðsins sem þekk­ir til máls­ins sagði gjald­heimtu jafn­vel verða frestað fram á næsta ár. Með þessu yrði brugðist við hruni í eft­ir­spurn í hag­kerf­inu. „Aðgerðirn­ar miða að því að koma til móts við fyr­ir­tæk­in og koma þeim í gegn­um skafl­inn. Þetta eru ekki síðustu aðgerðirn­ar sem verða kynnt­ar. Menn vilja enda ekki klára öll skot­in í byss­unni strax,“ sagði hann. Fleiri aðgerðir verði kynnt­ar á næstu vik­um þegar staðan skýrist.

Viðmið um rík­isaðstoð

Jafn­framt sé verið að ganga frá viðmiðum um aðstoð til fyr­ir­tækja. Með þeim verði fyr­ir­tækj­um auðveldað að leita fyr­ir­greiðslu hjá viðskipta­bönk­um. Hins veg­ar verði fyr­ir­tæki und­an­skil­in ef rekstr­ar­erfiðleik­ar eru ekki til­komn­ir vegna þess­ara aðstæðna. Meðal ann­ars verði horft til þess hvort skuld­setn­ing sé til­kom­in vegna annarra þátta en rekstr­ar. Meðal ann­ars verði skoðað hvernig Norðmenn og Dan­ir hafi miðað við til­tekið tekju­fall. Ætl­un­in sé að regl­urn­ar verði gagn­sæj­ar þannig að ekki þurfi að koma upp vafa­mál um hver upp­fylli skil­yrðin.

Tug­ir millj­arða í bæt­ur

Þingið samþykkti í gær frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um rétt til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta sam­hliða skertu starfs­hlut­falli. Taldi heim­ild­armaður blaðsins vel sloppið ef hluta­bæt­ur vegna tekju­brests fyr­ir­tækja yrðu und­ir 20 millj­örðum til 1. júní. Sam­an­lagt myndu bæt­urn­ar og greiðslu­skjólið létta veru­lega und­ir fyr­ir­tækj­um eft­ir mikið tekju­fall. Ann­ar heim­ild­armaður blaðsins, sem þekk­ir líka vel til máls­ins, sagði aðgerðirn­ar myndu hafa mikla þýðingu fyr­ir fyr­ir­tæk­in í land­inu. Eft­ir­spurn hefði hrunið al­ger­lega á mörg­um sviðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert