27 smitaðir og tæplega 400 í sóttkví

Í nær öllum tilfellum má rekja smit til íþrótakappleikja á …
Í nær öllum tilfellum má rekja smit til íþrótakappleikja á höfuðborgarsvæðinu. ÍBV vann Stjörnuna í bikarúrslitaleik karla í handknattleik 7. mars. mbl.is/Íris

Alls eru 27 einstaklingar greindir með kórónuveiruna í Vestmannaeyjum en 16 tilfelli voru staðfest í gær. Einum sjúklingi hrakaði í gær og var hann fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann. Alls eru 397 íbúar Vestmannaeyja í sóttkví.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Facebook.

Af þeim 16 sem greindust í dag voru 10 þegar í sóttkví.

Í færslunni kemur fram að búist hafi verið við talsverðu af jákvæðum sýnum í gær en nokkuð var tekið af sýnum hjá einstaklingum sem höfðu verið í nánum samskiptum við fólk með staðfest smit.

„Jákvæð svörun var þó heldur meiri en búist var við. Vinna við smitrakningu og sóttkvíun í tengslum við þessi nýju tilfelli fór strax í gang þegar niðurstaða fór að berast og er enn í gangi,“ segir í færslunni.

Reglur vegna kórónuveirufaraldursins voru hertar í Vestmannaeyjum í gær og nú mega ekki fleiri en 10 koma saman.

Óvenju útbreidd veikindi í 7. bekk reyndust ekki af völdum kórónuveirunnar. Allir nemendur í 7. bekk og starfsfólk grunnskólans í þeim bekkjum var sett í tímabundna úrvinnslukví á meðan málið var skoðað.

Enginn af hinum veiku úr 7. bekk sýnir merki um kórónuveiruna sem veldur COVID-19 og því verður úrvinnslukví aflétt af þeim nemendum og starfsfólki sem eru ekki í sóttkví af öðrum ástæðum.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert