Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggst brjóta af sér er vinsamlegast beðið um að hætta við þau áform í bili. Ástæðan fyrir þessari formlegu beiðni er ástandið sem myndast hefur vegna kórónuveirufaraldursins.
Þetta kemur fram í stöðufærslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar er því einnig beint til almenning að fara eftir tillögu Víðis Reynissonar um að eiga veirulausan klukkutíma milli klukkan 20:00 og 21:00 í kvöld.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.