Möguleikar upplýsingatækni gera samfélagið vel undirbúið til að mæta kórónuveirunni og ógnum hennar.
Ástandið ýtir raunar hratt undir þá þróun að líf fólks verði í meira samræmi við það sem ný tækni gefur tilefni til, segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, í Morgunblaðinu í dag.
Aðeins um helmingur 500 starfsmanna Advania mætir nú í höfuðstöðvarnar. Aðrir rækja störf sín í fjarvinnslu. „Ekkert verður samt eftir COVID. Allt leitar í nýjan farveg; samskipti fólks, atvinnuhættir, verslun, ferðalög, menning og svo framvegis,“ segir Ægir Már, sem telur samkomubann hafa orðið erfitt í framkvæmd væru ekki á Íslandi sterkir innviðir og öflug fjarskipti. „Allt það sem við höfum tileinkað okkur á þeim tíma sem faraldurinn gengur yfir tökum við með okkur inn í framtíðina.“