Smithætta á kórónuveirunni milli barna virðist ekki vera mikil. Alls hafa 3 börn yngri en 10 ára greinst. Af 268 sýnum sem veirudeild Landspítala hafa greint úr börnum yngri en 10 ára greindust þrjú þeirra með veiruna. Þetta er um 1%. Hins vegar hefur ekkert barna af þeim 433 sem komu til sýnatöku til Íslenskrar erfðagreiningar greinst með veiruna.
Þetta kom fram á blaðamannafundi um kórónuveiruna í dag. Fundinn sátu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Unnur fjallaði um aðgerðir stofnunarinnar vegna þeirra stöðu sem upp er komin og blasir við vegna COVID-19.
„Út frá þessum tölum er ekkert sjáanlegt verulegt smit milli barna. Þessi umræða um mikið smit og smithættu í skólum virðist ekki í raungerast í þessum tölum sem við sjáum núna hvað sem síðar verður,“ segir Þórólfur.
Af því sögðu telur hann að við séum á réttri leið. Hann ítrekar að þeir sem greinast eru þegar í sóttkví. Það eru vísbendingar um að gripið sé til réttra aðgerða.