Íbúar London lokaðir inni

00:00
00:00

Útgöngu­bann er nú í gildi í Bretlandi þar sem stjórn­völd reyna að halda aft­ur af út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Fólk má bú­ast við sekt­um frá yf­ir­völd­um virði það ekki bannið sem Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra til­kynnti um á mánu­dag.

Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, sendi­herra í London, seg­ir bannið vera mik­il viðbrigði fyr­ir al­menn­ing.

Það var fámennt á Westminster-brúnni í London í dag. Útgöngubann …
Það var fá­mennt á West­minster-brúnni í London í dag. Útgöngu­bann hef­ur verið sett á í Bretlandi en en alls er talið að um 1,7 millj­arðar manna sé nú í út­göngu­banni á heimsvísu. AFP

„Þetta eru auðvitað gíf­ur­leg viðbrigði fyr­ir sam­fé­lagið allt eins og ann­arsstaðar enda búið að setja mikl­ar skorður við dag­legu lífi fólks. En ég held að það sé skiln­ing­ur meðal al­menn­ings á nauðsyn þess­ara ráðstaf­ana. Mjög er brýnt fyr­ir fólki að virða 2ja metra fjar­lægðarregl­una, handþvott og fara ekki út að óþörfu. Einnig hef­ur komið fram sterk gagn­rýni á þá sem hafa hamstrað. Í aukn­um mæli er farið að heyr­ast í starfs­fólki í heil­brigðisþjón­ust­unni og aðstand­end­um fólks sem hef­ur veikst illa og jafn­vel lát­ist þar sem það biðlar til al­menn­ings að halda sig heima og virða til­mæli stjórn­valda. Ég get ekki sagt hvort fólk er al­mennt ótta­slegið en hins veg­ar er farið að bera á vax­andi ugg vegna viðkvæmra sam­fé­lags­hópa, ekki síst aldraðra og þá sem eru veik­ir fyr­ir vegna ann­ara veik­inda,“ seg­ir hann í svari við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Bretar þurfa að halda sig heima þessa dagana en enn …
Bret­ar þurfa að halda sig heima þessa dag­ana en enn sem komið er er leyfi­legt að fara út að hlaupa. AFP

Tón­list­ar­kon­an Heiðrún Anna Björns­dótt­ir hef­ur verið bú­sett í London um ára­bil og hún tek­ur und­ir að fólk sé farið að finna veru­lega fyr­ir al­vöru máls­ins. 

„Mér finnst fólk vera að taka þessu mjög al­var­lega núna, alla vega í kring­um mig. Þetta er tí­undi dag­ur­inn sem ég hef varla farið út. Einn 20 mín­útna göngu­túr með krakk­ana og einn hjóla­t­úr en núna er bara farið út í garð að leika og við hitt­um enga,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að svig­rúm fólks sé að minnka enn frek­ar. „Allt er að loka, maður gat aðeins pantað mat heim en sum­ir veit­ingastaðir eru hætt­ir að gera það. Núna má ekki fara út nema að það sé al­veg nauðsyn­legt og ekki fleiri en tveir út sömu fjöl­skyldu.“

Mynd sem Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Bretlandi, tók út …
Mynd sem Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, sendi­herra í Bretlandi, tók út um glugg­ann á heim­ili sínu af göt­unni sem hann býr við. Líkt og hjá stór­um hluta jarðarbúa er þar lítið um að vera. Ljós­mynd/​Aðsend

Stefán seg­ir mikið starf hafa verið unnið að und­an­förnu við að aðstoða Íslend­inga í Bretlandi en einnig víðar.

„Við höf­um unnið mjög náið með borg­araþjón­ust­unni sem er á vakt­inni all­an sóla­hring­inn við að aðstoða Íslend­inga að kom­ast til Íslands víða að úr heim­in­um. Þrátt fyr­ir gíf­ur­legt álag á borg­araþjón­ust­unni hef­ur þetta gengið ótrú­lega vel og verið skil­virkt sam­starf. Það hafa í sjálfu sér ekki komið upp stór vanda­mál enda eru all­ir flug­vell­irn­ir við London opn­ir sem og flug­vall­ar­hót­el, al­menn­ings­sam­göng­ur hafa einnig verið virk­ar þótt dregið hafi úr tíðni og stoppistöðum hafi verið fækkað. Einnig eru leigu­bíl­ar ak­andi. Reynd­ar hef­ur Íslend­ing­um sem eru að koma langt að gjarn­an verið beint til London á leið sinni heim enda einna besta og greiðasta leiðin að fara hér í gegn. Við höf­um hins veg­ar lítið þurft að aðstoða Íslend­inga sem búa hér í Bretlandi við að kom­ast heim þar sem hingað til a.m.k. hef­ur það verið lítið vanda­mál að kom­ast héðan með flugi.“ 

Sí­fellt fleiri þekkt­ir ein­stak­ling­ar hafa til­kynnt um smit og fyrr í dag var sagt frá því að Karl Bretaprins hefði smit­ast af veirunni.   




Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Bretlandi.
Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, sendi­herra Íslands í Bretlandi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka