Margir eru á heimleið

mbl.is

„Við stöndum þétt við bakið á okkar fólki og gerum allt sem hægt er til að aðstoða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga við að aðstoða Íslendinga á ferðalögum víða um heim. Ferðatakmarkanir setja strik í reikninginn hjá mörgum og hefur ráðuneytið hvatt fólk til að snúa heim sem fyrst. Vísbendingar séu um að flugsamgöngur lokist innan örfárra daga. Töluvert hefur borið á því að Íslendingar eigi í erfiðleikum með að finna greiða leið heim vegna landamæralokana og hertra skilyrða fyrir millilendingum. Borist hafa fregnir af hópi þrjátíu manna sem eru strandaglópar á Balí svo dæmi sé tekið.

Gott samstarf við grannþjóðir

Dagana 20.-23. mars sinnti borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hátt í 900 erindum og hefur þeim fækkað nokkuð frá fyrri viku. Dagana 14.-19. mars sinnti þjónustan um 2.000 erindum. Þó að fyrirspurnum hafi fækkað nokkuð eru þær nú flóknari viðureignar, að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, deildarstjóra í ráðuneytinu.

Guðlaugur Þór kynnti stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Hann segir í Morgunblaðinu í dag, að það sé forgangsmál að hjálpa ferðalöngum heim. „Það má segja að öll utanríkisþjónustan sé borgaraþjónusta nú þótt við sinnum auðvitað öðrum málum. Starfsemi þjónustunnar hefur breyst mikið á skömmum tíma,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert