Samgöngubann yrði skammgóður vermir

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar á upplýsingafundi um …
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn síðdegis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóttvarnalæknir segir að samgöngubann líkt og kallað hefur verið eftir yrði skammgóður vermir. Sé litið til fræðilegra rannsókna, sem og sögunnar, megi sjá að þannig væri einungis hægt að fresta faraldrinum en ekki losna við hann.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn síðdegis í dag. Þar sagði hann að samkvæmt fræðilegum rannsóknum væri mögulegur árangur af því að hefta samgöngur um a.m.k. 99% í töluvert langan tíma væri besta vonin að fresta faraldrinum um einhverjar vikur.

Það sýndu einnig sögulegar staðreyndir, svo sem frá 1918 þegar spánska veikin gekk yfir. Þá tókst að fresta faraldrinum þann vetur í einhverjum landshlutum, en næstu ár og næstu vetra á eftir hafi faraldurinn engu að síður komið þar upp með alvarlegum afleiðingum.

Sagði Þórólfur samhljóm um að það að ekki næðist árangur með því að loka sig af. Það væri skammgóður vermir og að faraldurinn myndi koma í bakið á okkur fyrr eða síðar, nema við myndum loka okkur af í mjög langan tíma, eða eitt til tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert