Samgöngubann yrði skammgóður vermir

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar á upplýsingafundi um …
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn síðdegis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sótt­varna­lækn­ir seg­ir að sam­göngu­bann líkt og kallað hef­ur verið eft­ir yrði skamm­góður verm­ir. Sé litið til fræðilegra rann­sókna, sem og sög­unn­ar, megi sjá að þannig væri ein­ung­is hægt að fresta far­aldr­in­um en ekki losna við hann.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðna­son­ar á upp­lýs­inga­fundi um kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn síðdeg­is í dag. Þar sagði hann að sam­kvæmt fræðileg­um rann­sókn­um væri mögu­leg­ur ár­ang­ur af því að hefta sam­göng­ur um a.m.k. 99% í tölu­vert lang­an tíma væri besta von­in að fresta far­aldr­in­um um ein­hverj­ar vik­ur.

Það sýndu einnig sögu­leg­ar staðreynd­ir, svo sem frá 1918 þegar spánska veik­in gekk yfir. Þá tókst að fresta far­aldr­in­um þann vet­ur í ein­hverj­um lands­hlut­um, en næstu ár og næstu vetra á eft­ir hafi far­ald­ur­inn engu að síður komið þar upp með al­var­leg­um af­leiðing­um.

Sagði Þórólf­ur sam­hljóm um að það að ekki næðist ár­ang­ur með því að loka sig af. Það væri skamm­góður verm­ir og að far­ald­ur­inn myndi koma í bakið á okk­ur fyrr eða síðar, nema við mynd­um loka okk­ur af í mjög lang­an tíma, eða eitt til tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert