Stoltur forsætisráðherra á fámennum ársfundi

Það var fámennt en góðmennt á fundinum í dag.
Það var fámennt en góðmennt á fundinum í dag. Ljósmynd/Seðlabanki Íslands

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist stolt af því að hér á landi höfum við haldið fast í okkar lýðræðislegu hefðir í þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta var meðal þess sem hún ræddi um á afskaplega fámennum ársfundi Seðlabanka Íslands í dag.

„Við höfum lagt traust okkar hvert á annað. Við höfum ekki sótt styrk okkar í her eða lögreglu heldur höfum við sótt styrk okkar í samheldni og samhygð samfélagsins. Okkar vopn í þessari baráttu er samstaða, gagnsæi og hreinskilni. Við höfum verið opinská með það að þetta er óvissuferð og það munu vafalaust verða gerð mistök,“ sagði Katrín meðal annars.

Hún bætti við að unnið væri út frá bestu gögnum og upplýsingum sem væru fyrir hendi.

„Það er auðvitað aldrei hægt að ná hundrað prósent árangri en ég tel sýnt að sá árangur sem við erum ná sýni að það er alltaf betra að ná árangri með samstöðu heldur en valdboði. Við erum öll almannavarnir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert