Mögulegt að veiran hafi borist hingað fyrr

„Í svona sjúkdómi eins og þessum þegar meirihlutinn er með …
„Í svona sjúkdómi eins og þessum þegar meirihlutinn er með lítil eða engin einkenni þá gæti það bara vel verið án þess að maður viti nokkuð af því,“ segir Þórólfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sótt­varna­lækn­ir seg­ir ómögu­legt að segja til um það hvort kór­ónu­veiru­smit hafi borist hingað til lands mun fyrr en talið hef­ur verið líkt og virðist hafa gerst í Bretlandi. Hann seg­ir mögu­legt að svo hafi verið.

„Í svona sjúk­dómi eins og þess­um þegar meiri­hlut­inn er með lít­il eða eng­in ein­kenni þá gæti það bara vel verið án þess að maður viti nokkuð af því,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í sam­tali við mbl.is.

Fjallað hef­ur verið um í bresk­um miðlum að bresk­ur karl­maður hafi hugs­an­lega komið smitaður af kór­ónu­veirunni frá Ischgl í Aust­ur­ríki um miðjan janú­ar og smitað alla fjöl­skyldu sína í East Sus­sex. Reyn­ist það rétt mun út­breiðsla kór­ónu­veirunn­ar hafa haf­ist mánuði fyrr en talið hef­ur verið, en eins og staðan er núna er fyrsta til­fellið hjá smituðum Breta skráð 31. janú­ar og fyrsta skráða til­fellið um smit inn­an Bret­lands 28. fe­brú­ar.

Fjallað hefur verið um í breskum miðlum að breskur karlmaður …
Fjallað hef­ur verið um í bresk­um miðlum að bresk­ur karl­maður hafi hugs­an­lega komið smitaður af kór­ónu­veirunni frá Ischgl í Aust­ur­ríki um miðjan janú­ar. AFP

Fjöldi Íslend­inga hef­ur greinst með kór­ónu­veiruna eft­ir heim­komu frá Ischgl í Aust­ur­ríki síðan í lok fe­brú­ar og gerðu ís­lensk yf­ir­völd heil­brigðis­yf­ir­völd­um í Aust­ur­ríki viðvart um ástandið í Ischgl.

Ekki hef­ur tek­ist að rekja um þriðjung allra smita sem upp hafa komið á Íslandi og tel­ur Þórólf­ur ekki úti­lokað að ein­hver þeirra megi rekja til ein­stak­linga sem hugs­an­lega hafi komið smitaðir frá Ölp­un­um áður en fyrsta kór­ónu­veiru­smitið var staðfest hér­lend­is.

„Við vit­um að í byrj­un, þegar við vor­um með þessa upp­sprettu, þá náðum við að stoppa mjög marga og hefta frek­ari út­breiðslu vel. En hvort ein­hver smit ann­ars staðar frá hafi leynst í sam­fé­lag­inu er al­veg lík­legt, en maður get­ur í sjálfu sér ekk­ert full­yrt um það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert