Fréttastofa Rúv greinir frá því að vegna álags á vefþjóna hafi borið á því að röng mynd hafi birst með færslum af vef Rúv á Facebook. Vandinn liggi í tæknilegum samskiptum Facebook og ruv.is sem valdi því að Facebook hengi rangar myndir með færslum sem er dreift á samfélagsmiðlum.
Í morgun gerðist það að mynd af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni birtist með frétt af játningu fjöldamorðingja í Nýja-Sjálandi.
„Myndin átti augljóslega ekki að fylgja með þessari frétt á Facebook og biðjum við Þórólf afsökunar á þessu. Rétt mynd fylgdi með fréttinni á RÚV.is,“ segir í færslu Rúv.